Innlent

Tölva hafði betur gegn innbrotsþjófi

Innbrotsþjófur fór sneypuför, þegar hann braust inn í fyrirtæki við Hvammsbraut í nótt. Þar hafði hann brotið upp glugga og hugðist hafa með sér öfluga tölvu, en þar sem forráðamenn fyrirtækisins höfðu átt von á honum eða honum líkum, höfðu þeir boltað tölvuna fasta.

Í átökum við að losa hana, skarst þjófurinn til blóðs og lagði við það á flótta. Hann var horfinn þegar lögregla kom á vettvang og hefur væntanlega þurft að sleikja sár sín sjálfur, til að þurfa ekki að gera grein fyrir sárum sínum á slysadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×