Erlent

Handhafar Nóbels kynntir í næstu viku

Nóbelsverðlaunahafar þessa árs verða kynntir í næstu viku. Sem fyrr ríkir mikil spenna fyrir friðarverðlaunum Nóbels sem og Nóbelsverðlaunum í bókmenntum.

Líklegt þykir að Maggie Gobran hljóti friðarverðlaunin fyrir mannúðarstörf sín í Egyptalandi. Einnig eru margir á því að Bill nokkur Clinton muni hljóta verðlaunin.

Þegar kemur að mögulegum verðlaunahöfum í flokki bókmennta er japanski rithöfundurinn Haruki Murakami talin líklegur til sigurs.

Hægt verður að fylgjast með tilkynningunum í beinni útsendingu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×