Innlent

Segir sitjandi dómara hafa reynt að hindra skipun sína við réttinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.
Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.
Jón Steinar Gunnlaugssson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að sitjandi dómarar hafi reynt að hindra skipun sína þegar hann sótti um embætti dómara fyrir átta árum.

„Meðal þeirra voru menn sem áður höfðu hvatt mig til að sækja um. Vonandi fæ ég síðar tækifæri til að fjalla um þá undarlegu atburðarás. Ég sóttist eftir starfi við dómstólinn meðal annars til að eiga þess kost að koma fram umbótum í starfi hans sem ég taldi nauðsynlegar, en ég hafði verið ötull gagnrýnandi þess sem ég taldi að aflaga hefði farið. Þetta gat ég auðvitað ekki gert einn. Allan tímann sem ég starfaði þarna hafði ég þá tilfinningu að samstarfsmenn mínir vildu lítt á mig hlusta," segir Jón Steinar í viðtali við Pressuna.

Jón Steinar segist telja að ástæðan hafi aðallega legið í því að með því að gera breytingar að sínu frumkvæði væru þeir með óbeinum hætti að viðurkenna misgjörðir sínar þegar hann var skipaður. „Ástæðan var ekki sú að hugmyndirnar væru slæmar. Þær fengu bara ekki neina viðhlítandi umfjöllun. Ég hef líkt þessu við minnihlutafulltrúa í sveitarstjórn. Allar raunverulegar ákvarðanir eru teknar á lokuðum fundum meirihlutans og síðan bara kynntar minnihlutanum án þess að hann fái neinu um þær ráðið," segir Jón Steinar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×