Innlent

Þór Saari ætlar að áfrýja

Þór Saari.
Þór Saari.
Þór Saari hyggst áfrýja meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar var Þór dæmdur fyrir ummæli sem hannlét falla í DV um tengsl Ragnars Árnasonar við LÍÚ, það er að segja að hann hafi verið á launum hjá félaginu í áratugi.

Þetta reyndist ekki satt og var Þór því dæmdur til þess að greiða Ragnari 300 þúsund krónur í miskabætur auk málskostnaðar upp á 800 þúsund krónur.

Í tilkynningu sem Þór sendi frá sér í dag um málið segir að lögmenn hans telji að í „niðurstöðu Héraðsdóms sé ekki tekið fullnægjandi tillit til dóma í sambærilegum málum, hvorki dóma Hæstaréttar Íslands né dóma Mannréttindadómsstóls Evrópu, en síðast liðið sumar féllu þar tveir dómar Íslandi í óhag."

Þá telur Þór að stefna Ragnars „hafi verið með öllu tilhæfulaus og sé tilraun til þöggunar á umræðu um málefni sem hvað heitast hefur brunnið á þjóðinni í áratugi sem eru breytingar á kvótakerfinu og úthlutun aflaheimilda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×