Innlent

Brynjar á leiðinni heim

Brynjar Mettinisson
Brynjar Mettinisson
Brynjar Mettinisson, sem var í haldi í Taílandi í rúmt ár grunaður um fíkniefnabrot, hefur nú loks verið sleppt úr fangelsi. Brynjar var sýknaður af öllum ákærum og er hann nú á leið til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð en hann lenti á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í nótt.

„Með þessum lyktum er réttlætinu loksins fullnægt og það er gleðiefni því það gerist því miður ekki alltaf,“ sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra í samtali við DV.is.

Þá vildi Össur þakka taílenskum stjórnvöldum fyrir skilning á málinu, þó svo að lögregluyfirvöld þar í landi hafi sýnt mikla stífni í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×