Erlent

Átján börn grófust undir

mynd/AFP
Átján börn grófust undir í skriðufalli í suðvestur Kína í nótt. Börnin voru í skólahúsi bæjarins þegar skriðan féll. Tvö önnur hús grófust einnig undir skriðunni.

Yfirvöld á svæðinu segja að björgunarmenn séu væntanlegir á svæðið von bráðar. Tugir létust í héraðinu í síðasta mánuði þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir svæðið.

Ekki er vitað af hverju börnin voru í skólanum. Kínverjar fagna nú afmæli alþýðulýðveldisins og því ætti enginn að hafa verið í skólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×