Innlent

Stöð 2 tekur á móti 1000 símtölum á dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs Stöðvar 2.
Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs Stöðvar 2.
Áskriftarsala að læstri dagskrá Stöðvar 2 hefur tekið mikinn kipp að undanförnu. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs Stöðvar 2, segir að áskriftarsalan hafi tekið við meira en 1000 sölusímtölum á dag í um þrjár vikur.

„Við erum búin að breyta vöruframboðinu og við erum að sækja fram í innlendri dagskrá. Auk þess sem við stórjukum netfrelsið okkar, bæði til að sækja þætti sem er búið að sýna og líka sjónvarpsefni eftir pöntun, án þess að taka fyrir það sérstakt gjald," segir Pálmi. Gull og Popp TV, auk Stöðvar 2 Bíó hafi líka fengið góðar viðtökur. Þá bendir Pálmi á að búið sé að taka upp nýtt vildarafsláttakerfi, i Stöð 2 Vild, sem greiði fyrir góða dagskrá.

Pálmi bendir svo á að þriðja serían af Pressu byrji 14. október. „Spaugstofan var að byrja og Spurningabomban, Týnda kynslóðin og Sjálfstætt fólk," segir Pálmi. Beint frá býli sé á laugardögum og Heimsókn með Sindra Sindrasyni. Þá sé stutt í að þáttaröðin Neyðarlínan með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur fari í loftið.

Þá sé margt að gerast á sportstöðvunum. Til dæmis hafi Meistaradeildin byrjað í vikunni. „Svo var Gunnar Nelson senuþjófur um nýliðna helgi. Við ætlum að fylgjast með honum áfram," segir Pálmi.

„Með lækkandi sól hefur fólk tekið vöruframboði okkar fagnandi," segir Pálmi að lokum.

Fyrir áhugasama þá er hægt að ganga frá áskriftarkaupum á hér áskriftarvef Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×