Innlent

Framkvæmdaráð vill aflífa hund sem beit lögregluþjón

Akranes.
Akranes.
Framkvæmdaráð Akranesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að aflífa hund sem beit lögregluþjón í bænum.

Fjölmörg gögn voru lögð fram á fundinum, meðal annars lögregluskýrslu, þar sem fram kemur að hundurinn sé hættulegur og hafi ráðist á og bitið lögreglumann.

Þá var einnig myndbandsupptaka, sem tekin var á vettvangi áður en hundurinn var fjarlægður, sem sýndi að hundurinn ógnaði íbúa með því að hlaupa að honum og gerði hundurinn tilraun til að stökkva á hann.

Svo segir í fundargerðinni að fyrir liggi fjöldi kvartana vegna lausagöngu hundsins, ónæðis og ógnandi háttsemi.

Í fundargerðinni stendur meðal annars: „Að auki hefur umsækjandi ekki orðið við tilmælum hundaeftirlitsmanns Akraneskaupstaðar um að færa hundinn til skráningar eða mýla hann. Umsækjandi hefur því brotið alvarlega og ítrekað gegn samþykkt um hundahald á Akranesi sbr. 7-11. gr. Þá hefur lögreglumaður sá er hundurinn beit lýst því yfir að hann óski að hundinum verði lógað."

Í fundargerð framkvæmdaráðsins segir ennfremur að hundurinn hafi sýnt að hann er stórhættulegur. Eiganda hundsins sótti um leyfi fyrir að halda hundinn, en hefur verið hafna. Honum er veittur sjö daga frestur til að tjá sig um fyrirhugaða höfnun á umsókn um leyfi og tillögu um að hundurinn verði aflífaður.

Eftir þann tíma verður endanleg ákvörðun tekin um aflífun hundsins berist ekki andmæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×