Flugumferðarstjóri er svefnlaus við höfnina 5. október 2012 00:30 Dynkir frá lestum flutningaskipsins Leah sem verið er að rústberja í Hafnarfjarðarhöfn voru svo magnaðir á stundum að þeir yfirgnæfðu skarkalann frá niðurrifi skipsins Lenu þar á hafnarsvæðinu. Íbúarnir á Norðurbakka fylgjast með fyrirganginum úr húsum sínum. Fréttablaðið/Anton „Það sem maður heyrir mest er þegar stórir málmhlutar annaðhvort falla hver á annan eða lemjast saman. Það gellur í öllu og það er mikið ónæði af því að þetta er svo nálægt okkur,“ segir Hrannar Hallgrímsson, flugumferðarstjóri og íbúi á Norðurbakka við Hafnarfjarðarhöfn. Hrannar gerir athugasemdir við starfsemi fyrirtækisins Furu, sem í sumar fékk tímabundið leyfi til niðurrifs á skipinu Lenu í Hafnarfjarðarhöfn. Niðurrifsstarfsemin fer fram gegnt Norðurbakka, við innsiglinguna í innri höfnina. „Við höfum búið hér í eitt og hálft ár og erum vön að það sé ónæði af höfninni sjálfri en þegar menn eru farnir að rífa í sundur heil skip með stórum vinnutækjum árla morguns og jafnvel snemma um helgar er það farið að hafa áhrif,“ segir Hrannar, sem í erindi sínu til bæjaryfirvalda segir starfsemina sérstaklega slæma fyrir sig því hann vinni vaktavinnu og treysti á að ná svefni yfir daginn. „Þetta tilraunaverkefni er farið að valda mér svefnleysi,“ segir Hrannar í athugasemdinni. Aðspurður neitar hann því þó að vera beinlínis vansvefta. „Það er kannski ekki svo slæmt en þar sem þetta er tilraunaverkefni vildi ég benda á að þetta væri svo sem í lagi með eitt skip en ef þeir gerðu þetta í meiri mæli sæi maður fram á meira ónæði og truflun. Maður er ekkert hrifinn af því til framtíðar,“ útskýrir hann. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið í nokkrar vettvangsferðir til að kanna hugsanlega hávaðamengun og aðra mengun frá framkvæmdinni hjá Furu, sem sögð er hafa tekist vel. Ábending Hrannars hafi því komið nokkuð á óvart. „Í fyrstu tveimur ferðunum drukknaði hávaði frá skipinu algjörlega í hávaða sem barst frá flutningaskipinu Leah frá Hollandi,“ segir heilbrigðiseftirlitið í bréfi til Hafnarfjarðarhafnar. „Samhliða vélaviðgerð hefur verið unnið sleitulítið að degi til við að rústberja lestarhlera skipsins.“ Gerðar voru hávaðamælingar en Heilbrigðiseftirlitið kveðst ekki getað staðfest að hávaði hafi verið yfir mörkum þegar hann barst að Norðurbakka. Athafnasvæði Hafnarfjarðarhafnar sé hins vegar í mikilli nálægð við vestustu íbúðablokkirnar á Norðurbakka. „Ljóst er að hafnaryfirvöld verða að takmarka eins og kostur er að hávaðasöm starfsemi fari fram á þeim svæðum hafnarinnar sem liggja næst Norðurbakkanum.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
„Það sem maður heyrir mest er þegar stórir málmhlutar annaðhvort falla hver á annan eða lemjast saman. Það gellur í öllu og það er mikið ónæði af því að þetta er svo nálægt okkur,“ segir Hrannar Hallgrímsson, flugumferðarstjóri og íbúi á Norðurbakka við Hafnarfjarðarhöfn. Hrannar gerir athugasemdir við starfsemi fyrirtækisins Furu, sem í sumar fékk tímabundið leyfi til niðurrifs á skipinu Lenu í Hafnarfjarðarhöfn. Niðurrifsstarfsemin fer fram gegnt Norðurbakka, við innsiglinguna í innri höfnina. „Við höfum búið hér í eitt og hálft ár og erum vön að það sé ónæði af höfninni sjálfri en þegar menn eru farnir að rífa í sundur heil skip með stórum vinnutækjum árla morguns og jafnvel snemma um helgar er það farið að hafa áhrif,“ segir Hrannar, sem í erindi sínu til bæjaryfirvalda segir starfsemina sérstaklega slæma fyrir sig því hann vinni vaktavinnu og treysti á að ná svefni yfir daginn. „Þetta tilraunaverkefni er farið að valda mér svefnleysi,“ segir Hrannar í athugasemdinni. Aðspurður neitar hann því þó að vera beinlínis vansvefta. „Það er kannski ekki svo slæmt en þar sem þetta er tilraunaverkefni vildi ég benda á að þetta væri svo sem í lagi með eitt skip en ef þeir gerðu þetta í meiri mæli sæi maður fram á meira ónæði og truflun. Maður er ekkert hrifinn af því til framtíðar,“ útskýrir hann. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið í nokkrar vettvangsferðir til að kanna hugsanlega hávaðamengun og aðra mengun frá framkvæmdinni hjá Furu, sem sögð er hafa tekist vel. Ábending Hrannars hafi því komið nokkuð á óvart. „Í fyrstu tveimur ferðunum drukknaði hávaði frá skipinu algjörlega í hávaða sem barst frá flutningaskipinu Leah frá Hollandi,“ segir heilbrigðiseftirlitið í bréfi til Hafnarfjarðarhafnar. „Samhliða vélaviðgerð hefur verið unnið sleitulítið að degi til við að rústberja lestarhlera skipsins.“ Gerðar voru hávaðamælingar en Heilbrigðiseftirlitið kveðst ekki getað staðfest að hávaði hafi verið yfir mörkum þegar hann barst að Norðurbakka. Athafnasvæði Hafnarfjarðarhafnar sé hins vegar í mikilli nálægð við vestustu íbúðablokkirnar á Norðurbakka. „Ljóst er að hafnaryfirvöld verða að takmarka eins og kostur er að hávaðasöm starfsemi fari fram á þeim svæðum hafnarinnar sem liggja næst Norðurbakkanum.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira