Innlent

Reyndi að stinga mann sem varðist árásinni með borðplötu

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.
Karlmaður var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað reynt að stinga tvo menn með hnífi. Árásin átti sér stað í Sandgerði í maí á síðasta ári.

Maðurinn hótaði mönnunum tveimur einnig lífláti en hann var vopnaður hnífi með tæplega 20 sentímetra löngu hnífsblaði. Þegar hann reyndi að stinga mennina tókst öðrum þeirra að grípa borðplötu sem hann notaði til þess að verjast árásinni.

Dómari Héraðsdóms Reykjaness dæmdi manninn í skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára, þar sem maðurinn, sem er fæddur árið 1981, hafði farið í vímuefnameðferð og tekið á sínum málum og var það talið honum til málsbóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×