Erlent

Kannabisplantan hentug til krabbameinslækninga

Í niðurstöðunum kemur fram að efnið kannabidiol geti í raun slökkt á geninu ID-einn en það flýtir útbreiðslu krabbameins.
Í niðurstöðunum kemur fram að efnið kannabidiol geti í raun slökkt á geninu ID-einn en það flýtir útbreiðslu krabbameins.
Rannsókn lækna við háskólasjúkrahúsið í San Francisco hefur leitt í ljós að efnasamband, sem finna má í kannabisplöntunni, gæti komið í veg fyrir meinvörp og bylt krabbameinslækningum.

Rannsóknin hefur staðið yfir í rúma tvo áratugi. Í niðurstöðunum kemur fram að efnið kannabidiol geti í raun slökkt á geninu ID-einn en það flýtir útbreiðslu krabbameins.

Rannsóknir á dýrum hafa gengið framar vonum og vonast vísindamennirnir til að geta hafið rannsóknir á mönnum von bráðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×