Erlent

Fyrstu kappræðurnar: Romney ótvíræður sigurvegari

Mitt Romney og Barack Obama.
Mitt Romney og Barack Obama. mynd/AP
Forsetaefni Repúblikana fór með sigur úr býtum í fyrstu kappræðum fyrir kosningar. Það var hart tekist á í Denver í nótt þar sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins og fyrrum ríkisstjóri Massachusettsfylkis, mættust á sviði í fyrsta sinn.

Efnahagsástandið í Bandaríkjunum og önnur innanríkismál voru til umfjöllunar í kappræðunum. Þrætueplin voru skattar, fjárlagahalli Bandaríkjanna og atvinnusköpun.

Romney sótti hart að Bandaríkjaforseta og var hann augljósa afar vel undirbúinn fyrir kappræðurnar. Hann sagði að óbreytt ástandi myndi aldrei leysa efnahagsvandamál landsins.

Þá lofaði hann umbótum á skattkerfinu sem og að ógilda breytingar Obama á heilbrigðiskerfi landsins. Obama svaraði á þá leið að ráðgerðir Romneys væru óljósar og illa úthugsaðar.

Romney þótti standa sig afar vel. Að kappræðunum loknum sagðist Romney hafa skemmt sér vel. Innanhúsmenn hjá Demókrötum hafa gagnrýnt Obama fyrir að ganga ekki harðar fram gegn Romney.

Samkvæmt nýjustu skoðakönnunum er Obama með forskot á Romney. Repúblikaninn vonast nú til að breyta stöðu mála þegar tæpar fimm vikur eru til kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×