Innlent

Lögreglan á Suðurnesjum: Eitthvað sem við erum ekki vön

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
"Þetta er eitthvað sem við erum ekki vön," svarar Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, spurður út í hrollvekjandi atburð sem átti sér stað í Reykjanesbæ síðastliðinn föstudag, þegar einstaklingur tók sofandi barn úr í barnavagni fyrir utan íbúðarhús í bænum og lagði það skammt frá.

Það er óhætt að segja að íbúar í Reykjanesbæ séu slegnir yfir atburðinum, enda hefur hingað til þótt óhætt að skilja börn eftir í barnavagni fyrir utan hús eins og tíðkast víðar.

Atvikið átti sér stað á milli eitt og tvö á föstudaginn síðasta en þegar huga átti að barninu kom í ljós að það var ekki í vagninum.

Eftir skamma stund heyrðist í barninu þar sem það lá í húsagarði við næsta hús, en á milli húsanna er tæplega meters há girðing. Ekkert amar að barninu.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið af kappi en gefur lítið upp um rannsóknina. Allt kapp er þó lagt á að finna þann seka.

Þess má geta að lögreglan hvetur foreldra til þess að gæta sérstaklega vel að börnum sínum þegar þau sofa úti í barnavagni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×