Innlent

Jóhanna Sigurðardóttir sjötug í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, er sjötug í dag, en hún fæddist 4. október 1942.

Í afmæliskveðju frá Samfylkingunni segir að flokkurinn treysti þeim orðum hennar, að hún muni ná a.m.k. 100 ára aldri og ekki hætta afskiptum af þjóðmálum, þó hún á næsta ári láti af þingmennsku.

Jóhanna hefur verið á þingi undanfarin 35 ár, en hún tilkynnti á dögunum að hún ætlaði að hætta sem formaður Samfylkingarinnar og hætta á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×