Innlent

Í gæsluvarðhaldi grunaður um morðtilraun

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er um tilraun til manndráps.

Samkvæmt úrskurði héraðsdóm veittist maðurinn að öðrum í lok júlí síðastliðnum og stakk hann í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hnífurinn gekk inn í vinsta lunga fórnarlambsins. Ákæra hefur verið gefin út á hendur manninum og var hún þingfest í gær. Þar neitaði maðurinn sökk.

Brot af þessu tagi getur varðað 10 ára fangelsi og var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 31. október. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að meint brot átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×