Innlent

Minningarathöfn fyrir missi á meðgöngu og barnsmissi

JHH skrifar
Athöfnin verður í Hallgrímskirkju.
Athöfnin verður í Hallgrímskirkju. mynd/ vilhelm.
Minningarathöfn fyrir missi á meðgöngu og barnsmissi verður haldin í Hallgrímskirkju, mánudaginn 15. október. klukkan hálfátta.

Stuðningshópurinn að baki athöfninni vill gefa þeim sem misst hafa barn og aðstandendum þeirra tækifæri til þess að hittast og eiga fallega stund saman. Með minningarathöfninni er það einlæg von stuðningshópsins að opna á umræðuna um missi á meðgöngu og barnsmissi, sem og hjálpa aðstandendum þeirra sem missa að sýna hluttekningu í sorginni.

Styrktarfélagið Líf hefur unnið í samvinnu við Landspítalann að gerð bæklinga um missi á meðgöngu og er sú vinna að skila sér í haust í þremur bæklingum sem foreldrar fá þegar þeir koma inná Kvennadeild Landspítalans vitandi að þeir fari þaðan eftir fæðingu með tómar hendur. Bæklingarnir eru gerðir til þess að reyna að hjálpa þeim að takast á við lífið eftir missi og að reyna að gera upplifun þeirra á Kvennadeildinni sem bærilegasta. Einnig er að koma út bæklingur til aðstandenda - og kemur hann út núna 15 Október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×