Innlent

Félaginn varðist með borðplötu í hnífaárás

Hnífur af svipaðri stærð og fjallað er um í dómnum.
Hnífur af svipaðri stærð og fjallað er um í dómnum.
Maður á fertugsaldri sem veittist með hnífi að tveimur félögum sínum og svo lögreglumanni var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár.

Brotin áttu sér stað í maí í fyrra á heimili mannsins á Suðurnesjum. Hann otaði 19,6 sentímetra löngu hnífsblaði að félögum sínum, hótaði þeim og reyndi að stinga þá. Annar maðurinn gat varist með því að bera borðplötu fyrir sig.

Maðurinn var kærður fyrir árásina á mennina, en fallið var frá kæru fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa otað hnífnum að lögreglumanni. Lögreglumaðurinn yfirbugaði manninn og handtók.

Maðurinn játaði brot sitt en hefur leitað sér aðstoðar og farið í meðferð við áfengisvanda. „Þá hefur komið fram að ákærði stundi vinnu og hafi snúið lífi sínu til betri vegar. Með hliðsjón af framangreindu þykir rétt að fresta fullnustu refsingar ákærða og ákveða að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð." -óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×