Innlent

Mo Yan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Mo Yan, handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels árið 2012.
Mo Yan, handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels árið 2012. mynd/AP
Kínverski rithöfundurinn Mo Yan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Mo Yan, sem er 57 ára gamall, á langan feril að baki en hann hefur gefið út fjölda skáldsagna og ritsafna.

Á Vesturlöndum er Mo Yan þekktastur fyrir skáldsöguna Red Sorghum sem kom út árið 1987. Skáldsagan var seinna færð á hvíta tjaldið en aðlögunin var fyrsta verk leikstjórans Zhang Yimou.

Bókmenntaverðlaun Nóbels verða veitt í 109. skipti í ár. Ásamt verðlaununum mun Mo Yan fá um 180 milljónir króna í verðlaunafé.

Höfundarverk Mo Yan einkennist af tilraunum og framúrstefnulegum stílbrögðum þar sem sögulegum atburðum og nútímanum er steypt saman. Þá hefur Mo Yan oft á tíðum verið borinn saman við Franz Kafka, eitt af höfuðskáldum 20. aldarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×