Innlent

Brutust inn í hesthús í eigu Landsbankans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stíur í hesthúsi. Myndin tengist fréttinni ekki.
Stíur í hesthúsi. Myndin tengist fréttinni ekki.
Óprúttnir aðilar réðust inn í hesthús í eigu Landsbankans, sem staðsett er á Suðurnesjum, og hreinsuðu út úr því á dögunum. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú þjófnað og eignaspjöll. Landsbankinn eignaðist húsið á nauðungaruppboði í vor, en eftirlitsmaður með eignum bankans uppgötvaði þjófnaðinn eftir að honum barst upplýsingar um að farið hefði verið inn í húsið. Tiltækið var kært til lögreglu í lok síðasta mánaðar. Sá eða þeir sem voru að verki í hesthúsinu eiga yfir höfði sér kæru og skaðabótakröfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×