Erlent

Rússar krefja Tyrki um skýringar á lendingu farþegaþotu

Rússar hafa krafið Tyrki um nánari skýringar á því af hverju sýrlensk farþegaþota á leið frá Moskvu til Damaskus var neydd til lendingar af tyrkneska flughernum á flugvöll skammt frá Ankara höfuðborg Tyrklands.

Yfirvöld í Tyrklandi hafa þegar sagt að um borð í vélinni hafi verið fjarskiptabúnaður sem sérstaklega er ætlaður til hernaðarnota og að Tyrkir muni ekki leyfa neina hergagnaflutninga til Sýrlands um tyrkneska lofthelgi.

Um borð í þotunni voru 17 rússneskir ríkisborgarar en þotunni var leyft að halda áfram för sinni seint í gærkvöldi eftir að fyrrgreindur búnaður var fjarlægður úr henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×