Innlent

Foreldrar Corrie á fundi í Iðnó

BBI skrifar
Foreldrar Corrie ásamt systur hennar.
Foreldrar Corrie ásamt systur hennar. Mynd/AFP
Í tilefni þess að bandaríska baráttukonan Rachel Corrie hlaut friðarverðlaun Lennon og Ono verður haldinn opinn fundur í Iðnó næsta föstudag klukkan tólf.

Framsögumenn verða foreldrar Rachel Corrie, sem veittu verðlaunum hennar viðtöku og hafa allt frá andláti dóttur sinnar verið ötulir talsmenn réttlætis og friðar í Palestínu. Corrie barðist fyrir mannréttindum íbúa Palestínu og lést árið 2003 þegar jarðýta ísraelska hersins ók yfir hana.

„Félagið Ísland-Palestína fagnar því að Rachel Corrie hafi hlotið friðarverðlaun Lennon og Ono. Félagið vill nota tækifærið til að minna á að húseyðileggingar ísraelska hernáms og umsátursliðsins í Palestínu, sem staðið hafa í áraraðir, halda áfram. Í gögnum ísraelsku mannréttindarsamtaka The Israeli Committee Against House Demolitons (ICAHD) kemur fram að það sem af er þessu ári hafa rúmlega 700 manns orðið heimilislaus af völdum eyðileggingar heimila þeirra. Í ágúst höfðu hátt í 500 hús og byggingar verið lagðar í rúst, þar af 140 heimili. Samtökin telja ljóst að húseyðileggingar séu notaðar sem hóprefsing gagnvart íbúum Palestínu. Húseyðileggingar hernámsliðs á herteknum svæðum eru samkvæmt alþjóðalögum bannaðar," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×