Innlent

Dömulegir dekurdagar og handþrykktir taupokar á Akureyri

Dömulegir dekurdagar undirbúnir.
Dömulegir dekurdagar undirbúnir. Mynd / Daníel Starrason
Búið er að skreyta miðbæ Akureyrar og svæðið í kring með bleikum slaufum, en samkvæmt tilkynningu frá bænum þá er tilefnið það að halda á Dömulega dekurdaga í bænum. Dekurdagarnir hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Í tilkynningu frá bænum er viðburðurinn útskýrður svona:

„Þetta er viðburður þar sem vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Fjöldi fyrirtækja taka þátt og nota tækifærið til kynna vörur sínar og þjónustu með huggulegum hætti og framsetningu, auk þess sem fjöldi viðburða og uppákoma í bænum gera Dömulega dekurdaga enn skemmtilegri s.s. tónleikar, upplestur bóka, Bleika ballið, Konukvöldi, dans, tískusýningar, spákonur og fl."

Svo segir að Dömulegir dekurdagar vilji líka láta gott af sér leiða, og því var ákveðið að gera dömulega handþrykkta taupoka með fallegu mynstri eftir Bryndísi Óskarsdóttur, gert af listakonum í vinnustofunni 10AN, með aðstoða frá nemum við Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

Hér má svo fræðast um viðburðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×