Innlent

Líkams­á­rás og skartgripaþjófnaður

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla fjarlægði meðal annars skráningarmerki af ótryggðum ökutækjum í nótt.
Lögregla fjarlægði meðal annars skráningarmerki af ótryggðum ökutækjum í nótt. Vísir/Vilhelm

Fjórir gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið en alls voru um 60 mál skráð í kerfi lögreglu á vaktinni í gærkvöldi og nótt. 

Lögregla var meðal annars kölluð til vegna líkamsárásar í miðborginni, þar sem sparkað var í andlit þolanda. Hlaut sá höfuðáverka en í yfirliti lögreglu kemur ekki fram hvort þeir voru alvarlegir.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar vegna innbrota, meðal annars í heimahús þar sem skartgripir voru teknir ófrjálsri hendi. Þá segir að útköll hafi borist vegna hótana, heimilisofbeldis og rúðubrota.

Að minnsta kosti þrjú umferðarslys urðu í borginni og í einu tilviki var einn einstaklingur fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Í öðru varð töluvert tjón á ökutækjum en ekki á fólki.

Lögregla sinnti einnig samfélagsverkefnum og þá voru skráningarmerki fjarlægð af ótryggðum ökutækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×