Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir BBI skrifar 10. október 2012 22:22 Þór Saari. Mynd/Vilhelm Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. „Við ráðum ekki við þennan fjölda. Hann er að skemma landið," segir Þór og bendir á að ferðamenn séu þegar orðnir um tvöfalt fleiri en heimamenn og komi nánast allir til landsins á þriggja mánaða tímabili. Hugmyndir ferðaþjónustunnar séu að fjölga þeim upp í milljón og með sama áframhaldi muni þeir fara í tvær milljónir innan skamms. „Þetta mun ekki ganga upp. Ég vil ekki sjá Íslendinga svipta sínu landi fyrir einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu," sagði Þór í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þór segir að mikil ferðamennska skemmi samfélagið sem fyrir er í landinu. „Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum," segir hann. „Ferðamennskan sviptir okkur Íslendinga því umhverfi sem við búum í og höfum alist upp í. Við getum ekki lengur farið á Þingvöll og notið þess að standa á hakinu og horfa á Þingvelli. Við getum ekki lengur farið á Gullfoss og Geysi og notið þess að fara þangað því það eru þúsundir útlendinga þar sem að trufla mann í sínu eigin landi," segir Þór. „Menn virðast ætla að fara sömu leið í þessu máli eins og þeir fóru með síldina á sínum tíma og með fiskistofna síðar og virkjanir. Það er allt lagt undir í einu til að græða sem mest á sem skemmstum tíma. Það er staðan sem ferðaþjónustan er í núna," segir Þór og segir mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti.Finnurðu hljómgrunn meðal þingmanna í þessum efnum? spyr þáttarstjórnandi. „Það er hljómgrunnur meðal þingmanna um að ferðamenn séu orðnir of margir og það þurfi eitthvað að gera í því," svarar Þór en bætir við að þingmenn séu hræddir við að gagnrýna ferðaþjónustuna en tali um það sín á milli að eitthvað þurfi að gera í málunum en hvað nákvæmlega viti í raun enginn. Þór Saari ræddi stöðu ferðaþjónustunnar með hliðsjón af þeirri skattahækkun sem blasir við í greininni á Alþingi í dag. Hér að ofan má heyra viðtalið við Þór í heild sinni. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. „Við ráðum ekki við þennan fjölda. Hann er að skemma landið," segir Þór og bendir á að ferðamenn séu þegar orðnir um tvöfalt fleiri en heimamenn og komi nánast allir til landsins á þriggja mánaða tímabili. Hugmyndir ferðaþjónustunnar séu að fjölga þeim upp í milljón og með sama áframhaldi muni þeir fara í tvær milljónir innan skamms. „Þetta mun ekki ganga upp. Ég vil ekki sjá Íslendinga svipta sínu landi fyrir einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu," sagði Þór í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þór segir að mikil ferðamennska skemmi samfélagið sem fyrir er í landinu. „Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum," segir hann. „Ferðamennskan sviptir okkur Íslendinga því umhverfi sem við búum í og höfum alist upp í. Við getum ekki lengur farið á Þingvöll og notið þess að standa á hakinu og horfa á Þingvelli. Við getum ekki lengur farið á Gullfoss og Geysi og notið þess að fara þangað því það eru þúsundir útlendinga þar sem að trufla mann í sínu eigin landi," segir Þór. „Menn virðast ætla að fara sömu leið í þessu máli eins og þeir fóru með síldina á sínum tíma og með fiskistofna síðar og virkjanir. Það er allt lagt undir í einu til að græða sem mest á sem skemmstum tíma. Það er staðan sem ferðaþjónustan er í núna," segir Þór og segir mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti.Finnurðu hljómgrunn meðal þingmanna í þessum efnum? spyr þáttarstjórnandi. „Það er hljómgrunnur meðal þingmanna um að ferðamenn séu orðnir of margir og það þurfi eitthvað að gera í því," svarar Þór en bætir við að þingmenn séu hræddir við að gagnrýna ferðaþjónustuna en tali um það sín á milli að eitthvað þurfi að gera í málunum en hvað nákvæmlega viti í raun enginn. Þór Saari ræddi stöðu ferðaþjónustunnar með hliðsjón af þeirri skattahækkun sem blasir við í greininni á Alþingi í dag. Hér að ofan má heyra viðtalið við Þór í heild sinni.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira