Innlent

Jón Jónsson semur við Sony

ÁP skrifar
Útgáfustjórinn L.A. Reid sagðist vilja bera Jón Jónsson á herðum sér og sýna heiminum, eftir fund þeirra í ágúst síðastliðnum. fréttablaðið/Pjetur
Útgáfustjórinn L.A. Reid sagðist vilja bera Jón Jónsson á herðum sér og sýna heiminum, eftir fund þeirra í ágúst síðastliðnum. fréttablaðið/Pjetur
„Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa,“ segir tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson. Jón hefur skrifað undir útgáfusamning við stórfyrirtækið Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid.

Reid er eitt af stóru nöfnunum í tónlistarbransanum vestanhafs og hefur, sem útgáfustjóri og lagahöfundur, átt þátt í frægð og frama tónlistarfólks á borð við Rihönnu, Justin Bieber, Usher, Avril Lavigne, Mariuh Carey, Kanye West og Pink.

L.A. Reid heillaðst eftir að hafa hlýtt á Jón flytja lög sín When You‘re Around og Kiss in the Morning á skrifstofu tónlistarmógúlsins í Sony-byggingunni í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×