Fleiri fréttir Öllum þremur sleppt í Outlaws-málinu Tveir karlar og ein kona, sem voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við aðgerðir lögreglu gegn vélhjólagenginu Outlaws í síðustu viku, eru laus úr haldi, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir einnig að rannsókn málsins haldi þó áfram og miði ágætlega. 10.10.2012 17:21 Skuldir Orkuveitunnar þrettánfölduðust á átta árum Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur jukust úr 17.7 milljörðum króna í upphafi árs 2002 í 224 milljarða króna í lok árs 2010 og hækkuðu því um 207 milljarða króna á tímabilinu. Þetta segir í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitunnar sem kynnt var nú í dag. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir þetta bendi kennitölur um greiðsluhæfi til þess að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar með ágætum hætti náist langtímafjármögnun. 10.10.2012 17:15 Toppar Orkuveitunnar hundsuðu nefndina Tveir af lykilmönnum við stjórnun Orkuveitunnar sinntu ekki boði úttektarnefndar um starfsemi Orkuveitunnar um fund til að svara máli sínu. Það eru þeir Hjörleifur Kvaran, fyrrverandi forstjóri, og Ingi Jóhannes Erlingsson, sem starfaði á fjármálasviði, lántöku- og áhættustýringarsvið og í fleiri verkefnum. 10.10.2012 17:15 Chris Hemsworth kominn til landsins Leikarinn Chris Hemsworth, sem flestir kannast við úr kvikmyndinni Thor, er kominn hingað til lands samkvæmt heimildum Vísis til þess að taka upp framhald kvikmyndarinnar, Thor 2. 10.10.2012 16:32 Segir eigendafund um OR hafa verið ólöglega boðaðan Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að mikill vafi leiki á því hvort eigendafundur í Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið löglega boðaður. Fundurinn var boðaður í dag, vegna útkomu sannleiksskýrslu um rekstur borgarinnar til ársloka 2010. 10.10.2012 15:51 Munað getur 91% á verði á dekkjaskiptum Mikill verðumunur er á milli verkstæða á því hvað það kostar að setja vetrardekk undir bílinn. Þetta sýnir ný verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Mestur verðmunur var á dekkjaskiptum á jeppa. 10.10.2012 15:40 Sprengjur úr seinni heimstyrjöldinni fundust í Bryggjuhverfinu Tvær sprengjukúlur fundust á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og reyndust þetta vera sjötíu og fimm millimetra kúlur og um fjörutíu cm að lengd. 10.10.2012 14:28 Fjórar götur í Reykjavík fá ný nöfn Fjórar götur í Reykjavík hafa fengið ný heiti og í morgun var verið að merkja Bríetartún, en svo heitir nú austurhluti Skúlagötu frá Snorrabraut að Höfðatúni, sem eftir breytingu heitir Katrínartún. Skúlatún hefur fengið heitið Þórunnartún og Sætún ber nafnið Guðrúnartún. 10.10.2012 13:41 Vill að þingmenn fái aðgang að skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Þingmenn ættu að fá aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, einn af varaforsetum Alþingis, í samtali við Vísi. Hann bar málið upp í forsætisnefnd Alþingis á síðasta fundi nefndarinnar. Geir Jón sagði í fjölmiðlum fyrr á árinu, þegar hann ræddi skýrsluna, að búsáhaldarbyltingunni hafi verið stýrt af sitjandi þingmönnum. 10.10.2012 13:35 Síbrotamaður reyndi að kveikja í lögreglustöðinni á Selfossi Síbrotamaður, sem var látinn laus fyrr í vikunni, eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum, reyndi undir morgun að kveikja í lögreglustöðinni á Selfossi. 10.10.2012 11:14 Einni af stúlkunum í Pussy Riot sleppt úr haldi Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöður að dóminum yfir einni af stúlkunum í Pussy Riot, Jekaterinu Samutsevitj, skyldi breytt í skilorð. Búist er við að henni verði því brátt sleppt úr haldi. 10.10.2012 11:13 Ánægðir með niðurstöðuna - hámarksrefsing 12 ár Þrír pólskir karlmenn voru í morgun dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni hingað til lands. Fíkniefnin voru falin í sjampóbrúsum en það var fíkniefnahundurinn Nelson sem kom upp um smyglið. 10.10.2012 11:12 Ætlaði á Vog en endaði í gæsluvarðhaldi - og fær bætur fyrir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni rúmlega tvær milljónir króna vegna gæsluvarðhalds sem hann þurfti að sæta árið 2011 í tengslum við skotárás sem átti sér stað á aðfangadegi árið 2010. 10.10.2012 11:03 Veðurstofan ætlar að spá fyrir um norðurljós á landinu Á kynningarfundi Ísland – allt árið, sem fram fer síðar í dag, mun Ráðherra umhverfis- og auðlinda opna nýjan hluta á vef veðurstofunnar þar sem hægt verður að nálgast spá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu. Þetta er því ný þjónusta við notendur vefsins sem hingað til hafa treyst á skarpskyggni veðurfræðinga sem spá fyrir um veður. 10.10.2012 10:03 Vill bæta rétttarstöðu transfólks Eygló Þóra Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp sem myndi tryggja réttarstöðu transfólks þannig að refsivert verði fyrir aðila í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi að neita manneskju um vöru eða þjónustu vegna kynvitundar hennar. 10.10.2012 09:57 Fíkniefnasmyglarar í þriggja ára fangelsi Þrír pólskir karlmenn voru í morgun dæmdir í þriggja ára fangelsi hver fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl í apríl á þessu ári. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa smyglað inn 8,5 kílóum af amfetamíni í sjampóbrúsum. Mennirnir földu fíkniefnin í sjampóbrúsa við komuna til landsins. 10.10.2012 09:54 Ekið á ungan dreng Ekið var á ungan dreng við Hlíðarskóla, þegar hann var á leið í skólann í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðinu mun drengurinn ekki hafa slasast alvarlega. 10.10.2012 09:44 Kröfu Gunnars um frávísun vísað frá Kröfu Gunnars Þ. Andersen um að ákæru gegn honum vegna brots á þagnarskyldu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Gunnar er, ásamt öðrum manni, ákærður fyrir að hafa komið gögnum úr Landsbankanum um fyrirtæki Guðlaugs Þ. Þórðarsonar alþingismanns yfir til Inga Freys Vilhjálmssonar fréttastjóra á DV. 10.10.2012 09:21 Sextán ára stúlku nauðgað á Selfossi Rétt fyrir klukkan fjögur aðfaranótt síðastliðins sunnudags kom í lögreglustöðina 16 ára gömul stúlka og tilkynnti að henni hefði verið nauðgað skömmu áður á grasflöt skammt frá skemmtistaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi. Stúlkan hafði verið inni á skemmtistaðnum en farið út undir lok dansleiksins. Maður kom að stúlkunni og leiddi hana afturfyrir húsið þar sem hann nauðgaði henni. Þegar í stað var farið með stúlkuna í Neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítalanum þar sem fram fór læknisrannsókn og stúlkunni veitt aðhlynning. 10.10.2012 09:02 Óvissa með seinni ferðir Herjólfs í dag Vegna ölduspár fyrir seinni partinn í dag og kvöldið er óvissa með tvær síðustu ferðir dagsins hjá Herjólfi í dag. Samkvæmt áætlun á Herjólfur að sigla frá Vestmannaeyjum kl. 17:30 og 20:30 og frá Landeyjahöfn 19:00 og 21:30. 10.10.2012 08:40 Eldur laus í stórum haug hjá Sorpu í Álfsnesi Eldur kviknaði í stórum haug af trjágreinum á ruslahaugunum í Álfsnesi laust fyrir klukkan sjö í morgun og var slökkviliðið kallað á vettvang. 10.10.2012 07:52 Gaslaust á metandælum N1 á Ártúnshöfða Gaslaust er á öllum metangasdælum N1 á Ártúnshöfða og komast nokkrir ruslabílar ekki leiðar sinnar vegna þess, auk þess sem ökumenn fleiri bíla eru að lenda í vandræðum, að því er einn Þeirra tjáði fréttastofu nú fyrir stundu. 10.10.2012 07:50 Skóla í Óðinsvéum lokað vegna hótana um skotárás Búið er að loka og girða af menntaskóla í Óðinsvéum í Danmörku vegna hótana um að skotárás verði gerð á nemendur skólans. 10.10.2012 07:28 Keflavíkurflugvöllur fær annað póstnúmer Bæjarstjóra Sandgerðis hefur verið falið að leiðrétta póstnúmer fyrirtækja á flugvallarsvæðinu við Leifsstöð, en þau eru skráð á póstnúmer 235, sem er póstnúmer Reykjanesbæjar. 10.10.2012 06:59 Rændu líki leiðtoga Los Zetas glæpagengisins í Mexíkó Skömmu eftir að staðfest hafði verið að hættulegasti glæpaforingi Mexíkó hefði fallið í skotbardaga við landgönguliða mexíkanska flotans í smábæ skammt frá landamærunum að Texas var líki hans rænt af útfararstofu. 10.10.2012 06:47 Matvælastofnun vill sýni frá öllum kúabúum landsins Matvælastofnun, í samvinnu við Landssamband kúabænda, ætlar að kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum í landinu vegna smitandi barkabólgu í kúm, sem greindist á Egilsstaðabúinu nýverið. 10.10.2012 06:43 Allir borgarfulltrúar Reggio Calabria reknir vegna mafíutengsla Yfirvöld á Ítalíu hafa vikið öllum borgarfulltrúum í borginni Reggio Calabria úr embættum sínum. Ástæðan fyrir þessu var að koma í veg fyrir að mafían næði öllum völdum í borginni. 10.10.2012 06:35 Meintur brennuvargur óskaði eftir gistingu hjá lögreglunni Maður, sem Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í allt að 30 daga gæsluvarðhald, meðal annars vegna tilburða til íkveikja í bænum, gengur aftur laus eftir að Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi. Hann var á kreiki á Selfossi í nótt. Undir morgun knúði hann dyra á lögreglustöðinni og óskaði eftir mat og gistingu, en var fálega tekið. 10.10.2012 06:32 Par grunað um hryðjuverk handtekið á Heathrow Breska lögreglan handtók par á þrítugsaldri á Heathrow flugvellinum í gærkvöldi en parið er grunað um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. 10.10.2012 06:29 Gífurleg fjölgun á prófessorum í Danmörku Gífurlega fjölgun hefur orðið á prófessorum í Danmörku á undanförnum árum. Þannig voru þeir 1.440 talsins árið 2007 en eru orðnir tæplega 2.000 talsins í ár. 10.10.2012 06:28 Efni í tómötum dregur úr hættunni á heilablóðfalli Rannsókn hefur leitt í ljós að efni sem finnst í tómötum getur dregið úr hættunni á að fá heilablóðfall. 10.10.2012 06:21 Áfrýjunarmál Pussy Riot tekið fyrir í dag Áfrýjunarmál þriggja meðlima rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot verður tekið fyrir hjá dómstóli í Moskvu nú fyrir hádegið. 10.10.2012 06:17 Drukkinn skipstjóri nær búinn að sigla skipi sínu upp í fjöru Minnstu munaði að drukkinn skipstjóri á pólsku flutningaskipi sigldi skipinu upp í fjöru skammt frá Helsingör á Norður Sjálandi í nótt. 10.10.2012 06:16 Rocard ræðir Norðurslóðir Michel Rocard, sérlegur sendimaður forseta Frakklands í málefnum heimskautanna, flytur fyrirlestur um alþjóðlega samvinnu á norðurskautssvæðinu í Háskóla Íslands í dag. Fyrirlesturinn er haldinn í hátíðasal Háskólans og hefst klukkan tólf. 10.10.2012 00:30 Eindaga veiðigjalds frestað Ákveðið hefur verið að fresta eindaga á fyrstu greiðslu sérstaks veiðigjalds. Upphaflegi eindaginn var 15. október en verður 1. desember samkvæmt reglugerð frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. 10.10.2012 00:30 Fiskar minnka um fjórðung Vísindamenn við háskóla í Bresku-Kólumbíu í Kanada hafa komist að því að fiskar geta minnkað um allt að 24 prósent við hlýnun hafsins. 10.10.2012 00:00 Fjármagnið spillir málefnaumræðunni Bandarísku stjórnmálaráðgjafarnir Bob Carpenter og Rick Ridder hafa um árabil unnið hvor fyrir sinn stjórnmálaflokkinn í kosningum, en þeir eru engu að síður nokkuð sammála um hvernig kosningabaráttan hefur gengið fyrir sig. 10.10.2012 00:00 Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10.10.2012 00:00 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10.10.2012 00:00 "Við erum öll nágrannar“ Verðlaunahafar á friðarhátíð Yoko Ono hrósuðu Jóni Gnarr sem vill að Reykjavík verði laus við allt hernaðarbrölt. Einn vildi klóna hann og Lady Gaga sagði að fleiri ráðamenn þyrftu að vera eins og borgarstjórinn. 10.10.2012 00:00 Bændur vilja skjóta bæði álftir og gæsir Tjón af völdum andfugla í ræktarlöndum getur verið verulegt hjá hverju búi. Bændur kalla eftir úrræðum til að fást við friðaða fugla. Ódýrara að flytja inn korn en rækta það haldi fram sem horfir. Fuglar hrekja bændur úr kornrækt. 10.10.2012 00:00 Skotin fyrir að gagnrýna Skólavagn fullur af börnum var í þann mund að leggja af stað frá skólalóð í bænum Mingora í austanverðu Pakistan í gær þegar maður nokkur kom að bílnum og spurði eftir stúlku, sem heitir Malala Yousoufzai. Önnur stúlka benti á hana, en þá dró maðurinn upp byssu og skaut þær báðar. 10.10.2012 00:00 Hér ræður reynslan af Huawei framhaldinu Bandarísk þingnefnd sem fjallar um öryggismál leggst gegn því að kínversku tæknifyrirtækin Huawei og ZTE fái að eiga viðskipti í Bandaríkjunum. Fyrirtækin eru sögð ógna öryggi landsins vegna mögulegra áhrifa frá stjórnvöldum í Kína og hættunnar á njósnum. 10.10.2012 00:00 Merkel hrósar grísku stjórninni „Ég vona og óska þess að Grikkland verði áfram með aðild að evrusvæðinu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún kom í stutta heimsókn til Grikklands. 10.10.2012 00:00 Nánast allir komnir á netið Tölvur eru nú á 96 prósentum íslenskra heimila og aðgangur að neti á 95 prósentum þeirra. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Hagstofu Íslands á tölvu- og netnotkun Íslendinga. 10.10.2012 00:00 Sjá næstu 50 fréttir
Öllum þremur sleppt í Outlaws-málinu Tveir karlar og ein kona, sem voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við aðgerðir lögreglu gegn vélhjólagenginu Outlaws í síðustu viku, eru laus úr haldi, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir einnig að rannsókn málsins haldi þó áfram og miði ágætlega. 10.10.2012 17:21
Skuldir Orkuveitunnar þrettánfölduðust á átta árum Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur jukust úr 17.7 milljörðum króna í upphafi árs 2002 í 224 milljarða króna í lok árs 2010 og hækkuðu því um 207 milljarða króna á tímabilinu. Þetta segir í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitunnar sem kynnt var nú í dag. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir þetta bendi kennitölur um greiðsluhæfi til þess að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar með ágætum hætti náist langtímafjármögnun. 10.10.2012 17:15
Toppar Orkuveitunnar hundsuðu nefndina Tveir af lykilmönnum við stjórnun Orkuveitunnar sinntu ekki boði úttektarnefndar um starfsemi Orkuveitunnar um fund til að svara máli sínu. Það eru þeir Hjörleifur Kvaran, fyrrverandi forstjóri, og Ingi Jóhannes Erlingsson, sem starfaði á fjármálasviði, lántöku- og áhættustýringarsvið og í fleiri verkefnum. 10.10.2012 17:15
Chris Hemsworth kominn til landsins Leikarinn Chris Hemsworth, sem flestir kannast við úr kvikmyndinni Thor, er kominn hingað til lands samkvæmt heimildum Vísis til þess að taka upp framhald kvikmyndarinnar, Thor 2. 10.10.2012 16:32
Segir eigendafund um OR hafa verið ólöglega boðaðan Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að mikill vafi leiki á því hvort eigendafundur í Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið löglega boðaður. Fundurinn var boðaður í dag, vegna útkomu sannleiksskýrslu um rekstur borgarinnar til ársloka 2010. 10.10.2012 15:51
Munað getur 91% á verði á dekkjaskiptum Mikill verðumunur er á milli verkstæða á því hvað það kostar að setja vetrardekk undir bílinn. Þetta sýnir ný verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Mestur verðmunur var á dekkjaskiptum á jeppa. 10.10.2012 15:40
Sprengjur úr seinni heimstyrjöldinni fundust í Bryggjuhverfinu Tvær sprengjukúlur fundust á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og reyndust þetta vera sjötíu og fimm millimetra kúlur og um fjörutíu cm að lengd. 10.10.2012 14:28
Fjórar götur í Reykjavík fá ný nöfn Fjórar götur í Reykjavík hafa fengið ný heiti og í morgun var verið að merkja Bríetartún, en svo heitir nú austurhluti Skúlagötu frá Snorrabraut að Höfðatúni, sem eftir breytingu heitir Katrínartún. Skúlatún hefur fengið heitið Þórunnartún og Sætún ber nafnið Guðrúnartún. 10.10.2012 13:41
Vill að þingmenn fái aðgang að skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Þingmenn ættu að fá aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, einn af varaforsetum Alþingis, í samtali við Vísi. Hann bar málið upp í forsætisnefnd Alþingis á síðasta fundi nefndarinnar. Geir Jón sagði í fjölmiðlum fyrr á árinu, þegar hann ræddi skýrsluna, að búsáhaldarbyltingunni hafi verið stýrt af sitjandi þingmönnum. 10.10.2012 13:35
Síbrotamaður reyndi að kveikja í lögreglustöðinni á Selfossi Síbrotamaður, sem var látinn laus fyrr í vikunni, eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum, reyndi undir morgun að kveikja í lögreglustöðinni á Selfossi. 10.10.2012 11:14
Einni af stúlkunum í Pussy Riot sleppt úr haldi Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöður að dóminum yfir einni af stúlkunum í Pussy Riot, Jekaterinu Samutsevitj, skyldi breytt í skilorð. Búist er við að henni verði því brátt sleppt úr haldi. 10.10.2012 11:13
Ánægðir með niðurstöðuna - hámarksrefsing 12 ár Þrír pólskir karlmenn voru í morgun dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni hingað til lands. Fíkniefnin voru falin í sjampóbrúsum en það var fíkniefnahundurinn Nelson sem kom upp um smyglið. 10.10.2012 11:12
Ætlaði á Vog en endaði í gæsluvarðhaldi - og fær bætur fyrir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni rúmlega tvær milljónir króna vegna gæsluvarðhalds sem hann þurfti að sæta árið 2011 í tengslum við skotárás sem átti sér stað á aðfangadegi árið 2010. 10.10.2012 11:03
Veðurstofan ætlar að spá fyrir um norðurljós á landinu Á kynningarfundi Ísland – allt árið, sem fram fer síðar í dag, mun Ráðherra umhverfis- og auðlinda opna nýjan hluta á vef veðurstofunnar þar sem hægt verður að nálgast spá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu. Þetta er því ný þjónusta við notendur vefsins sem hingað til hafa treyst á skarpskyggni veðurfræðinga sem spá fyrir um veður. 10.10.2012 10:03
Vill bæta rétttarstöðu transfólks Eygló Þóra Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp sem myndi tryggja réttarstöðu transfólks þannig að refsivert verði fyrir aðila í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi að neita manneskju um vöru eða þjónustu vegna kynvitundar hennar. 10.10.2012 09:57
Fíkniefnasmyglarar í þriggja ára fangelsi Þrír pólskir karlmenn voru í morgun dæmdir í þriggja ára fangelsi hver fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl í apríl á þessu ári. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa smyglað inn 8,5 kílóum af amfetamíni í sjampóbrúsum. Mennirnir földu fíkniefnin í sjampóbrúsa við komuna til landsins. 10.10.2012 09:54
Ekið á ungan dreng Ekið var á ungan dreng við Hlíðarskóla, þegar hann var á leið í skólann í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðinu mun drengurinn ekki hafa slasast alvarlega. 10.10.2012 09:44
Kröfu Gunnars um frávísun vísað frá Kröfu Gunnars Þ. Andersen um að ákæru gegn honum vegna brots á þagnarskyldu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Gunnar er, ásamt öðrum manni, ákærður fyrir að hafa komið gögnum úr Landsbankanum um fyrirtæki Guðlaugs Þ. Þórðarsonar alþingismanns yfir til Inga Freys Vilhjálmssonar fréttastjóra á DV. 10.10.2012 09:21
Sextán ára stúlku nauðgað á Selfossi Rétt fyrir klukkan fjögur aðfaranótt síðastliðins sunnudags kom í lögreglustöðina 16 ára gömul stúlka og tilkynnti að henni hefði verið nauðgað skömmu áður á grasflöt skammt frá skemmtistaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi. Stúlkan hafði verið inni á skemmtistaðnum en farið út undir lok dansleiksins. Maður kom að stúlkunni og leiddi hana afturfyrir húsið þar sem hann nauðgaði henni. Þegar í stað var farið með stúlkuna í Neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítalanum þar sem fram fór læknisrannsókn og stúlkunni veitt aðhlynning. 10.10.2012 09:02
Óvissa með seinni ferðir Herjólfs í dag Vegna ölduspár fyrir seinni partinn í dag og kvöldið er óvissa með tvær síðustu ferðir dagsins hjá Herjólfi í dag. Samkvæmt áætlun á Herjólfur að sigla frá Vestmannaeyjum kl. 17:30 og 20:30 og frá Landeyjahöfn 19:00 og 21:30. 10.10.2012 08:40
Eldur laus í stórum haug hjá Sorpu í Álfsnesi Eldur kviknaði í stórum haug af trjágreinum á ruslahaugunum í Álfsnesi laust fyrir klukkan sjö í morgun og var slökkviliðið kallað á vettvang. 10.10.2012 07:52
Gaslaust á metandælum N1 á Ártúnshöfða Gaslaust er á öllum metangasdælum N1 á Ártúnshöfða og komast nokkrir ruslabílar ekki leiðar sinnar vegna þess, auk þess sem ökumenn fleiri bíla eru að lenda í vandræðum, að því er einn Þeirra tjáði fréttastofu nú fyrir stundu. 10.10.2012 07:50
Skóla í Óðinsvéum lokað vegna hótana um skotárás Búið er að loka og girða af menntaskóla í Óðinsvéum í Danmörku vegna hótana um að skotárás verði gerð á nemendur skólans. 10.10.2012 07:28
Keflavíkurflugvöllur fær annað póstnúmer Bæjarstjóra Sandgerðis hefur verið falið að leiðrétta póstnúmer fyrirtækja á flugvallarsvæðinu við Leifsstöð, en þau eru skráð á póstnúmer 235, sem er póstnúmer Reykjanesbæjar. 10.10.2012 06:59
Rændu líki leiðtoga Los Zetas glæpagengisins í Mexíkó Skömmu eftir að staðfest hafði verið að hættulegasti glæpaforingi Mexíkó hefði fallið í skotbardaga við landgönguliða mexíkanska flotans í smábæ skammt frá landamærunum að Texas var líki hans rænt af útfararstofu. 10.10.2012 06:47
Matvælastofnun vill sýni frá öllum kúabúum landsins Matvælastofnun, í samvinnu við Landssamband kúabænda, ætlar að kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum í landinu vegna smitandi barkabólgu í kúm, sem greindist á Egilsstaðabúinu nýverið. 10.10.2012 06:43
Allir borgarfulltrúar Reggio Calabria reknir vegna mafíutengsla Yfirvöld á Ítalíu hafa vikið öllum borgarfulltrúum í borginni Reggio Calabria úr embættum sínum. Ástæðan fyrir þessu var að koma í veg fyrir að mafían næði öllum völdum í borginni. 10.10.2012 06:35
Meintur brennuvargur óskaði eftir gistingu hjá lögreglunni Maður, sem Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í allt að 30 daga gæsluvarðhald, meðal annars vegna tilburða til íkveikja í bænum, gengur aftur laus eftir að Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi. Hann var á kreiki á Selfossi í nótt. Undir morgun knúði hann dyra á lögreglustöðinni og óskaði eftir mat og gistingu, en var fálega tekið. 10.10.2012 06:32
Par grunað um hryðjuverk handtekið á Heathrow Breska lögreglan handtók par á þrítugsaldri á Heathrow flugvellinum í gærkvöldi en parið er grunað um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. 10.10.2012 06:29
Gífurleg fjölgun á prófessorum í Danmörku Gífurlega fjölgun hefur orðið á prófessorum í Danmörku á undanförnum árum. Þannig voru þeir 1.440 talsins árið 2007 en eru orðnir tæplega 2.000 talsins í ár. 10.10.2012 06:28
Efni í tómötum dregur úr hættunni á heilablóðfalli Rannsókn hefur leitt í ljós að efni sem finnst í tómötum getur dregið úr hættunni á að fá heilablóðfall. 10.10.2012 06:21
Áfrýjunarmál Pussy Riot tekið fyrir í dag Áfrýjunarmál þriggja meðlima rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot verður tekið fyrir hjá dómstóli í Moskvu nú fyrir hádegið. 10.10.2012 06:17
Drukkinn skipstjóri nær búinn að sigla skipi sínu upp í fjöru Minnstu munaði að drukkinn skipstjóri á pólsku flutningaskipi sigldi skipinu upp í fjöru skammt frá Helsingör á Norður Sjálandi í nótt. 10.10.2012 06:16
Rocard ræðir Norðurslóðir Michel Rocard, sérlegur sendimaður forseta Frakklands í málefnum heimskautanna, flytur fyrirlestur um alþjóðlega samvinnu á norðurskautssvæðinu í Háskóla Íslands í dag. Fyrirlesturinn er haldinn í hátíðasal Háskólans og hefst klukkan tólf. 10.10.2012 00:30
Eindaga veiðigjalds frestað Ákveðið hefur verið að fresta eindaga á fyrstu greiðslu sérstaks veiðigjalds. Upphaflegi eindaginn var 15. október en verður 1. desember samkvæmt reglugerð frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. 10.10.2012 00:30
Fiskar minnka um fjórðung Vísindamenn við háskóla í Bresku-Kólumbíu í Kanada hafa komist að því að fiskar geta minnkað um allt að 24 prósent við hlýnun hafsins. 10.10.2012 00:00
Fjármagnið spillir málefnaumræðunni Bandarísku stjórnmálaráðgjafarnir Bob Carpenter og Rick Ridder hafa um árabil unnið hvor fyrir sinn stjórnmálaflokkinn í kosningum, en þeir eru engu að síður nokkuð sammála um hvernig kosningabaráttan hefur gengið fyrir sig. 10.10.2012 00:00
Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10.10.2012 00:00
Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10.10.2012 00:00
"Við erum öll nágrannar“ Verðlaunahafar á friðarhátíð Yoko Ono hrósuðu Jóni Gnarr sem vill að Reykjavík verði laus við allt hernaðarbrölt. Einn vildi klóna hann og Lady Gaga sagði að fleiri ráðamenn þyrftu að vera eins og borgarstjórinn. 10.10.2012 00:00
Bændur vilja skjóta bæði álftir og gæsir Tjón af völdum andfugla í ræktarlöndum getur verið verulegt hjá hverju búi. Bændur kalla eftir úrræðum til að fást við friðaða fugla. Ódýrara að flytja inn korn en rækta það haldi fram sem horfir. Fuglar hrekja bændur úr kornrækt. 10.10.2012 00:00
Skotin fyrir að gagnrýna Skólavagn fullur af börnum var í þann mund að leggja af stað frá skólalóð í bænum Mingora í austanverðu Pakistan í gær þegar maður nokkur kom að bílnum og spurði eftir stúlku, sem heitir Malala Yousoufzai. Önnur stúlka benti á hana, en þá dró maðurinn upp byssu og skaut þær báðar. 10.10.2012 00:00
Hér ræður reynslan af Huawei framhaldinu Bandarísk þingnefnd sem fjallar um öryggismál leggst gegn því að kínversku tæknifyrirtækin Huawei og ZTE fái að eiga viðskipti í Bandaríkjunum. Fyrirtækin eru sögð ógna öryggi landsins vegna mögulegra áhrifa frá stjórnvöldum í Kína og hættunnar á njósnum. 10.10.2012 00:00
Merkel hrósar grísku stjórninni „Ég vona og óska þess að Grikkland verði áfram með aðild að evrusvæðinu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún kom í stutta heimsókn til Grikklands. 10.10.2012 00:00
Nánast allir komnir á netið Tölvur eru nú á 96 prósentum íslenskra heimila og aðgangur að neti á 95 prósentum þeirra. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Hagstofu Íslands á tölvu- og netnotkun Íslendinga. 10.10.2012 00:00