Erlent

Þúsundir meiða sig á dósum

IBS skrifar
Mynd/Getty
Á hverju ári fara 3.800 Danir á slysavarðstofu eftir að hafa meitt sig á umbúðum. Af þeim hafa 2.500 meitt sig á umbúðum utan um matvæli, eins og niðursuðudósum, glerflöskum og töppum.

Á fréttavef Politiken segir að meirihluti þeirra sem slasast, eða 59 prósent, sé karlar. Flestir þeirra eru á aldrinum 15 til 24 ára. Talið er víst að miklu fleiri slasi sig á umbúðum en þeir sem leita til læknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×