Erlent

Ólöglegur afli frá Afríku seldur innan ESB

Megnið af þeim útgerðum sem stunda ólöglegar eða sjóræningjaveiðar undan ströndum Sierra Leone í Afríku selja afla sinn til landa innan Evrópusambandsins.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Justice umhverfisstofnuninni í Bretlandi. Stofnunin hvetur til þess að lokað verði fyrir göt í löggjöf Evrópusambandsins sem gerir þessum útgerðum kleyft að selja þennan ólöglega afla sinn innan sambandsins.

Einnig hvetur stofnunin til þess að meira eftirlit verði haft með veiðum skipa undan vesturströndum Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×