Innlent

Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk

Bæjarfulltrúar Kópavogs vilja sameinast sveitarfélögum til suðurs.
Bæjarfulltrúar Kópavogs vilja sameinast sveitarfélögum til suðurs.
Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag.

Tillagan var lögð fram í bæjarráði og var samþykkt að auki. Því skuldbindur bæjarráð sig til þess að fela bæjarstjóra og einum fulltrúa minnihluta að leita eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi um sameiningu þessara sveitarfélaga.

Hópurinn verður svo kallaður saman nú í haust og skili greinargerð um viðræðurnar til bæjarráðs fyrir 1. Febrúar 2013. Í greinagerð bæjarfulltrúanna Ólafs og Ómars segir að hugmynd hafi vaknað um að slíkt sveitarfélag gæti heitið Heiðmörk.

Hér fyrir neðan má lesa greinagerðina í heil sinni:

Greinargerð

Undanfarin misseri hefur verið mikið rætt um sameiningu sveitarfélaga. Á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera ágætar aðstæður til að fækka sveitarfélögum og auka þannig hagkvæmni í rekstri þeirra. Reykjavík er þegar mjög stór á íslenskan mælikvarða. Sameining frá Kópavogi og suðurúr (jafnvel með einhverjum breytingum á sveitarfélagamörkum) gæti skapað mótvægi við borgina, m.a. innan sambands íslenskra sveitarfélaga og innan þeirra byggðarsamlaga sem þegar eru til staðar á höfuðborgarsvæðinu. Með tíð og tíma mætti svo sjá fyrir sér að sveitarfélög á svæðinu væru tvö (norðan og sunnan Fossvogs). Sveitarfélagið sunnan Fossvogs yrði með um 70 þúsund íbúa. Vel mætti hugsa sér að slíkt sveitarfélag héti Heiðmörk, eða öðru nafni sem gæti verið sameinandi fyrir svæðið.

Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG í Kópavogi lagði í morgun fram tillögu um sameiningu Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness á bæjarráðs fundi í morgun. Tillagan gerir ráð fyrir að stofnuð verði viðræðunefnd allra sveitarfélaganna og skili greinargerð í mars 2013. Hugmyndin gengur m.a. út á að styrkja sveitarstjórnarstigið og skapa mótvægi við Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Hugmynd hefur vaknað um að slíkt sveitarfélag gæti heitið Heiðmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×