Innlent

Ökumaðurinn var 16 ára og bíllinn á stolnum númerum

Þegar lögreglumenn stöðvuðu bíl í Hafnarfirði í nótt, við reglubundið eftirlit, reyndust bæði ökumaðurinn og farþegi í bílnum vera 16 ára og var ökumaðurinn því réttindalaus.

Númerin á bílnum voru líka stolin af öðrum bíl, en bílinn sjálfan höfðu piltarnir keypt í sameiningu. Þeir vor fluttir á stöðina, þangað sem foreldrar þeirra sóttu þá, en bíllinn er í vörslu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×