Innlent

Mynd af sprengjukúlunum sem fundust í gær

Sprengjukúlurnar fundust í gærmorgun á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu. Þær komu upp með sanddæluskipinu Sóleyju.
Sprengjukúlurnar fundust í gærmorgun á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu. Þær komu upp með sanddæluskipinu Sóleyju. mynd/Landhelgisgæslan
Sprengjukúlurnar tvær sem fundust á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í gærmorgun var eytt síðdegis en talið er að þær séu úr síðari heimstyrjöldinni. Hér til hliðar má sjá mynd af kúlunum sem fréttastofa fékk senda frá Landhelgisgæslunni í morgun. Kúlurnar eru 75 mm og 40 cm að lengd. Að sögn landhelgisgæslunnar voru kúlurnar fullar af púðri og geta skapað mikla hættu, jafnvel þó þær hafi legið í sjó í áratugi.


Tengdar fréttir

Sprengjur úr seinni heimstyrjöldinni fundust í Bryggjuhverfinu

Tvær sprengjukúlur fundust á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og reyndust þetta vera sjötíu og fimm millimetra kúlur og um fjörutíu cm að lengd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×