Innlent

Hættir í þingflokki Samfylkingarinnar

KÓP skrifar
Róbert Marshall
Róbert Marshall
Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, mun tilkynna úrsögn sína úr þingflokknum í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann mun segja sig úr Samfylkingunni og bjóða fram fyrir Bjarta framtíð í alþingiskosningunum í vor.Róbert vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að tilkynna um áform sín í dag.Róbert skipaði þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar og er áttundi þingmaður kjördæmisins. Þá var hann varaþingmaður fyrir flokkinn á síðasta kjörtímabili. Hann er annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Róbert hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða sig fram í Reykjavík í vor og samkvæmt heimildum blaðsins breyta flokkaskiptin engu þar um.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.