Fleiri fréttir Olíu stolið af vinnuvélum Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni þess efnis að olíu hefði verið stolið af tveimur vinnuvélum á Reykjanesi, rétt við Reykjanesvirkjun. 5.10.2012 13:51 Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru. 5.10.2012 13:03 Grunaður um að hafa myrt April Jones Breti á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones sem leitað hefur verið að í Wales frá því á mánudag. 5.10.2012 11:57 Jón Gnarr fagnar komu Gaga Jón Gnarr borgarstjóri fagnar því að Lady Gaga skuli fá LennonOno friðarverðlaunin. Eins og Vísir greindi frá í morgun mun Gaga koma til landsins í næstu viku til að taka á móti þeim. Jón segir að verðlaunin veki töluverða athygli í ákveðnum hóp fólks sem lætur sig varða friðar- og mannréttindamál í heiminum. "Og það þykir ákveðinn heiður að hljóta þessi verðlaun," segir Jón Gnarr. 5.10.2012 11:36 Lady Gaga kemur til Íslands í næstu viku Stórstjarnan Lady Gaga mun koma hinga til Íslands og taka á móti LennonOno friðarverðlaunum Yoko Ono á þriðjudaginn í næstu viku. 5.10.2012 10:49 Víðir tarfur laus úr haldi Dómari Héraðsdóms Reykjaness, hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir Víði Þorgeirssyni, sem er álitinn forsprakki Outlaws á Íslandi. Þetta staðfestir verjandi Víðis í samtali við Vísi. 5.10.2012 10:30 Kæra synjun á lögbanni til Hæstaréttar Hagsmunasamtök Heimilanna (HH) og Talsmaður neytenda, hafa kært synjun Héraðsdóms Reykjavíkur, um lögbann á innheimtu Landsbankans vegna gengistryggðra lána, til Hæstaréttar Íslands. 5.10.2012 10:16 Ólafur Ragnar flutti ræðu fyrir sérfræðinga og athafnamenn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær ræðu á Heimsþingi um umhverfismál sem haldið var í Ohio í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu sækja um 1700 sérfræðingar, vísindamenn, umhverfissinar og athafnamenn frá 76 löndum. Bandaríkin og Kína eru með flesta þátttakendur. 5.10.2012 10:12 Bandarískur ferðamaður hóf skothríð á ísraelsku hóteli Bandarískur ferðamaður skaut einn til bana á hóteli í bænum Eliat í Ísrael í morgun. Samkvæmt fréttastofunni Reuters náði maðurinn byssu af öryggisverði á hótelinu og skaut samstarfsmann hans til bana. Því næst lokaði árásarmaðurinn sig inni í eldhúsi hótelsins. Óstaðfestar fregnir herma að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana af lögreglu. 5.10.2012 09:39 Fjórir á slysadeild eftir hálkuslys Mikil hálka er á Grindavíkurvegi við Þorbjörn og varð bílvelta þar í morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. 5.10.2012 09:27 Samtökin 78 bjóða þingmönnum í bíó Samtökin 78, sem eru samtök samkynhneigðra hér á landi, hafa boðið öllum þingmönnum á kvikmyndina Call me Kuchu, sem sýnd er í Bíó Paradís. 5.10.2012 08:24 Vefsíða Justin Bieber safnaði upplýsingum um notendur Aðstandendur opinberrar vefsíðu söngvarans Justin Bieber virðast hafa safnað upplýsingum um notendur síðunnar, yngri en tólf ára, um nokkurt skeið. 5.10.2012 08:11 Abba-safn opnað í Svíþjóð Það líður ekki á löngu þar til aðdáendur Abba geta komist í návígi við búninga sem fjórmenningarnir í hljómsveitinni klæddust, sungið Abbalögin í karókí og skoðað myndir af gömlu stjörnunum úr hljómsveitinni í fullri stærð. Abba-safn verður opnað í Svíþjóð á næsta ári. 5.10.2012 08:04 Kitchen Aid grínaðist með látna ömmu Obama Forsvarsmenn bandaríska heimilistækjaframleiðandans, Kitchen Aid, báðust í gærkvöldi afsökunar á skilaboðum sem send voru út á Twitter-síðu fyrirtækisins eftir kappræður forsetaframbjóðandanna á miðvikudagskvöld. 5.10.2012 07:14 Um 70 milljónir horfðu á kappræðurnar Rétt rúmlega 67 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á kappræður milli Baracks Obama og Mitts Romney forsetaframbjóðenda sem fram fór í fyrrinótt. Ellefu sjónvarpsstöðvar sýndu frá kappræðunum, eftir því sem fram kom á fréttavef Reuters. 5.10.2012 07:07 50 ár frá fyrstu smáskífu Bítlanna Í dag eru fimmtíu ár frá því að Bítlarnir gáfu út fyrstu smáskífu sína, Love me do. Í tilefni af því ætla aðdáendur sveitarinnar að hittast í Liverpool og syngja lagið, sem var titillag smáskífunnar. 5.10.2012 07:01 Fimm ára stúlkunnar enn saknað Karlmaður á fimmtugsaldri er enn í haldi lögreglunnar í Wales í tengslum við hvarf fimm ára telpu frá heimili sínu á mánudag. 5.10.2012 06:21 Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. 5.10.2012 03:00 Öll magnkaup á áburði skal tilkynna til lögreglu Lögreglunni verður tryggður aðgangur að upplýsingum um kaup á áburði sem inniheldur ammoníumnítrat, samkvæmt frumvarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um vopn, sprengiefni og skotelda. Ekki eru ákvæði um framleiðslu sprengiefnis í gildandi vopnalögum. 5.10.2012 01:00 Sýrlendingar báðust afsökunar Tyrkneska þingið samþykkti í gær heimild til hernaðaraðgerða gegn Sýrlandi, daginn eftir að sprengjuárás frá Sýrlandi varð fimm manns að bana í Tyrklandi. 5.10.2012 01:00 Segir rannsóknina ómarktæka Nýleg frönsk rannsókn, sem bendir til þess að ákveðinn erfðabreyttur maís og illgresiseyðirinn Roundup valdi æxlismyndun, er ekki byggð á nægilega sterkum vísindalegum grunni til þess að ástæða sé til endurskoðunar á Evrópulöggjöf. Þetta kemur fram í frumniðurstöðum Matvælastofnunar Evrópu (EFSA), sem tók málið fyrir að ósk framkvæmdastjórnar ESB, eftir útkomu rannsóknarinnar. 5.10.2012 01:00 25 ára kona lést frá eiginmanni og 3ja ára gamalli dóttur Anna Chmielewska var nýbúin að borða með þriggja ára gamalli dóttur sinni þegar hún brá sér í bað á föstudagskvöld fyrir viku. Anna, sem var flogaveik, fékk flogakast í baðinu og drukknaði. Dóttir hennar hringdi í föður sinn, Andrzej Chmielewski, eiginmann Önnu um leið og hún sá að móðir hennar hefði fengið kast og kallaði á hann að koma heim. Svona lýsir Alan Jones, vinur þeirra hjóna atburðarrásinni, í samtali við Vísi. Hann segir að Andrzej, vini sínum, líði mjög illa núna. 5.10.2012 00:40 Haust við Tjörnina valin besta myndin Fjölmargar glæsilegar myndir bárust inn í Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins. Sigurmyndina prýðir tígulegur svanur á Reykjavíkurtjörn. Hér má sjá bestu myndirnar sem sendar voru inn í keppnina. 5.10.2012 00:30 Fólk í glæpagengjum fái ekki vopnaleyfi Meðlimir skipulagðra glæpasamtaka fá ekki vopnaleyfi samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra. Viðbrögð við ógnarvöldum slíkra hópa segir ráðherra. Grunur er um misnotkun á skammbyssum sem fluttar eru inn til íþróttaiðkunar. 5.10.2012 00:30 Flugumferðarstjóri er svefnlaus við höfnina Flugumferðarstjóri sem býr á Norðurbakka segir of mikinn hávaða fylgja niðurrifi á skipum í Hafnarfjarðarhöfn. Hann vinnur á vöktum og sefur oft á daginn. Hávaðinn drukknaði í öðrum hávaða við mælingar heilbrigðiseftirlits. 5.10.2012 00:30 Félaginn varðist með borðplötu í hnífaárás Maður á fertugsaldri sem veittist með hnífi að tveimur félögum sínum og svo lögreglumanni var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár. 5.10.2012 00:30 Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 5.10.2012 00:01 Stöð 2 tekur á móti 1000 símtölum á dag Áskriftarsala að læstri dagskrá Stöðvar 2 hefur tekið mikinn kipp að undanförnu. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs Stöðvar 2, segir að áskriftarsalan hafi tekið við meira en 1000 sölusímtölum á dag í um þrjár vikur. 5.10.2012 00:00 Gönguskórnir eru uppáhaldsparið Gönguskórnir eru uppáhaldsparið, segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða dr. Gunni eins og hann er oft kallaður. Gunnar á sjö og hálft par af skóm og segir að gönguskórnir hafi verið í stöðugri notkun í sumar. Hann stillti sér upp með skónum á mynd sem Elísabet Lára Gunnarsdóttir, 5. ára, tók af honum. 5.10.2012 00:00 Vonar að um barnaskap hafi verið að ræða "Við skulum nú vona að þarna sé um barnaskap að ræða, að þarna hafi komið krakkar og farið í vagninn og gert þetta í fyllsta sakleysi,“ segir Herdís Storgaard, um það mál þegar barnavagn, með fjórtán mánaða gömlu barni var fjarlægt frá heimili sínu og skilið eftir í nágrannagarði. Herdís tók fram í samtali við Reykjavík síðdegis að hún þekkti ekki umrætt mál til að tjá sig neitt nánar um það. 4.10.2012 23:29 Stærsti vandinn er eftirfylgnin "Það er ekkert að því að þjóðin skrifi og semji sitt eigið frumvarp, það er ekkert sem bannar það,“ segir formaður SÁÁ sem vill að tíu prósent af þeim ellefu þúsund og tvö hundruð milljónum sem ríkið fær á ári með áfengisgjaldinu fari í að hjálpa þeim sem mesta þurfa á því að halda. 4.10.2012 19:19 Búin að missa þau öll Kona sem var ólétt af fimmburum, og lét eyða tveimur fóstrum til að auka lífslíkur hinna þriggja, hefur nú misst öll fóstrin. Hún og eiginmaður hennar skrifa opinskátt á netið um reynslu sína. 4.10.2012 18:45 Minningarathöfn fyrir missi á meðgöngu og barnsmissi Minningarathöfn fyrir missi á meðgöngu og barnsmissi verður haldin í Hallgrímskirkju, mánudaginn 15. október. klukkan hálfátta. 4.10.2012 20:55 Gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætlar að gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisafbrotamála. Varaformaður nefndarinnar segir kerfið senda þau skilaboð í dag að ekki þýði að kæra voðaverknaði enda leiða aðeins þrjú af hverjum eitt hundrað málum sem kærð eru til sakfellingar. 4.10.2012 18:49 Sjálfstæðismenn velja á lista þann 24. nóvember Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti í dag tillögu um að prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík þann 24. nóvember næstkomandi. Heimdellingar lögðu til að profkjörið færi fram 17. nóvember en sú tillaga var felld með sex atkvæðum. 4.10.2012 18:11 Slökkviliðið kallað að Súðarvogi Slökkviliðið var kallað að Súðarvogi 4 nú fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum Vísis er þar tómt hús. 4.10.2012 17:54 Tekinn á aðfangadagskvöld vegna nauðgunarkæru Hæstiréttur Íslands sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hafa nauðgað konu á meðan hún var ofurölvi. Stúlkan sakaði manninn um að hafa nauðgað sér á veitingastað í hans eigu á aðfangadag í hitteðfyrra og var maðurinn handtekinn á heimili fjölskyldu sinnar um klukkan sjö um kvöldið. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að kæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á sekt hans. Maðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn viðurkenndi að hafa átt kynferðisleg samskipti við konuna en sagði að þau hefðu verið með hennar vilja. 4.10.2012 17:10 Yfirheyrslur í allan dag yfir Outlaws-mönnum Yfirheyrslur hafa staðið yfir í allan dag yfir þrettán, af sextán manns, sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar gegn Outlaws í gærkvöld. Aðgerðirnar hófust um klukkan átta og stóðu fram yfir miðnætti. Lagt var hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki og bæði landa og gambra. 4.10.2012 16:43 Í gæsluvarðhaldi grunaður um morðtilraun Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er um tilraun til manndráps. 4.10.2012 16:41 Kennarar og starfsfólk fagna Hjallastefnunni Kennarar og starfsfólk við Tálknafjarðarskóla segjast afa ánægð með að rekstri skólans í bænum verði breytt og að Hjallastefnan sé tekin upp í skólanum. Telja þau að aðkoma Hjallastefnunnar veðri mikil lyftistöng fyrir skólasamfélagið á Tálknafirði. 4.10.2012 15:43 Segir sitjandi dómara hafa reynt að hindra skipun sína við réttinn Jón Steinar Gunnlaugssson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að sitjandi dómarar hafi reynt að hindra skipun sína þegar hann sótti um embætti dómara fyrir átta árum. 4.10.2012 14:47 Iceland oftast með lægsta verðið Verslunin Iceland Engihjalla var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum, stórmörkuðum og klukkubúðum víðsvegar um landið mánudaginn 1. október. 4.10.2012 14:37 Lögreglan á Suðurnesjum: Eitthvað sem við erum ekki vön "Þetta er eitthvað sem við erum ekki vön," svarar Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, spurður út í hrollvekjandi atburð sem átti sér stað í Reykjanesbæ síðastliðinn föstudag, þegar einstaklingur tók sofandi barn úr í barnavagni fyrir utan íbúðarhús í bænum og lagði það skammt frá. 4.10.2012 14:10 Reyndi að stinga mann sem varðist árásinni með borðplötu Karlmaður var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað reynt að stinga tvo menn með hnífi. Árásin átti sér stað í Sandgerði í maí á síðasta ári. 4.10.2012 13:51 Þór Saari ætlar að áfrýja Þór Saari hyggst áfrýja meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar var Þór dæmdur fyrir ummæli sem hannlét falla í DV um tengsl Ragnars Árnasonar við LÍÚ, það er að segja að hann hafi verið á launum hjá félaginu í áratugi. 4.10.2012 13:08 Sjá næstu 50 fréttir
Olíu stolið af vinnuvélum Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni þess efnis að olíu hefði verið stolið af tveimur vinnuvélum á Reykjanesi, rétt við Reykjanesvirkjun. 5.10.2012 13:51
Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru. 5.10.2012 13:03
Grunaður um að hafa myrt April Jones Breti á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones sem leitað hefur verið að í Wales frá því á mánudag. 5.10.2012 11:57
Jón Gnarr fagnar komu Gaga Jón Gnarr borgarstjóri fagnar því að Lady Gaga skuli fá LennonOno friðarverðlaunin. Eins og Vísir greindi frá í morgun mun Gaga koma til landsins í næstu viku til að taka á móti þeim. Jón segir að verðlaunin veki töluverða athygli í ákveðnum hóp fólks sem lætur sig varða friðar- og mannréttindamál í heiminum. "Og það þykir ákveðinn heiður að hljóta þessi verðlaun," segir Jón Gnarr. 5.10.2012 11:36
Lady Gaga kemur til Íslands í næstu viku Stórstjarnan Lady Gaga mun koma hinga til Íslands og taka á móti LennonOno friðarverðlaunum Yoko Ono á þriðjudaginn í næstu viku. 5.10.2012 10:49
Víðir tarfur laus úr haldi Dómari Héraðsdóms Reykjaness, hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir Víði Þorgeirssyni, sem er álitinn forsprakki Outlaws á Íslandi. Þetta staðfestir verjandi Víðis í samtali við Vísi. 5.10.2012 10:30
Kæra synjun á lögbanni til Hæstaréttar Hagsmunasamtök Heimilanna (HH) og Talsmaður neytenda, hafa kært synjun Héraðsdóms Reykjavíkur, um lögbann á innheimtu Landsbankans vegna gengistryggðra lána, til Hæstaréttar Íslands. 5.10.2012 10:16
Ólafur Ragnar flutti ræðu fyrir sérfræðinga og athafnamenn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær ræðu á Heimsþingi um umhverfismál sem haldið var í Ohio í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu sækja um 1700 sérfræðingar, vísindamenn, umhverfissinar og athafnamenn frá 76 löndum. Bandaríkin og Kína eru með flesta þátttakendur. 5.10.2012 10:12
Bandarískur ferðamaður hóf skothríð á ísraelsku hóteli Bandarískur ferðamaður skaut einn til bana á hóteli í bænum Eliat í Ísrael í morgun. Samkvæmt fréttastofunni Reuters náði maðurinn byssu af öryggisverði á hótelinu og skaut samstarfsmann hans til bana. Því næst lokaði árásarmaðurinn sig inni í eldhúsi hótelsins. Óstaðfestar fregnir herma að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana af lögreglu. 5.10.2012 09:39
Fjórir á slysadeild eftir hálkuslys Mikil hálka er á Grindavíkurvegi við Þorbjörn og varð bílvelta þar í morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. 5.10.2012 09:27
Samtökin 78 bjóða þingmönnum í bíó Samtökin 78, sem eru samtök samkynhneigðra hér á landi, hafa boðið öllum þingmönnum á kvikmyndina Call me Kuchu, sem sýnd er í Bíó Paradís. 5.10.2012 08:24
Vefsíða Justin Bieber safnaði upplýsingum um notendur Aðstandendur opinberrar vefsíðu söngvarans Justin Bieber virðast hafa safnað upplýsingum um notendur síðunnar, yngri en tólf ára, um nokkurt skeið. 5.10.2012 08:11
Abba-safn opnað í Svíþjóð Það líður ekki á löngu þar til aðdáendur Abba geta komist í návígi við búninga sem fjórmenningarnir í hljómsveitinni klæddust, sungið Abbalögin í karókí og skoðað myndir af gömlu stjörnunum úr hljómsveitinni í fullri stærð. Abba-safn verður opnað í Svíþjóð á næsta ári. 5.10.2012 08:04
Kitchen Aid grínaðist með látna ömmu Obama Forsvarsmenn bandaríska heimilistækjaframleiðandans, Kitchen Aid, báðust í gærkvöldi afsökunar á skilaboðum sem send voru út á Twitter-síðu fyrirtækisins eftir kappræður forsetaframbjóðandanna á miðvikudagskvöld. 5.10.2012 07:14
Um 70 milljónir horfðu á kappræðurnar Rétt rúmlega 67 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á kappræður milli Baracks Obama og Mitts Romney forsetaframbjóðenda sem fram fór í fyrrinótt. Ellefu sjónvarpsstöðvar sýndu frá kappræðunum, eftir því sem fram kom á fréttavef Reuters. 5.10.2012 07:07
50 ár frá fyrstu smáskífu Bítlanna Í dag eru fimmtíu ár frá því að Bítlarnir gáfu út fyrstu smáskífu sína, Love me do. Í tilefni af því ætla aðdáendur sveitarinnar að hittast í Liverpool og syngja lagið, sem var titillag smáskífunnar. 5.10.2012 07:01
Fimm ára stúlkunnar enn saknað Karlmaður á fimmtugsaldri er enn í haldi lögreglunnar í Wales í tengslum við hvarf fimm ára telpu frá heimili sínu á mánudag. 5.10.2012 06:21
Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. 5.10.2012 03:00
Öll magnkaup á áburði skal tilkynna til lögreglu Lögreglunni verður tryggður aðgangur að upplýsingum um kaup á áburði sem inniheldur ammoníumnítrat, samkvæmt frumvarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um vopn, sprengiefni og skotelda. Ekki eru ákvæði um framleiðslu sprengiefnis í gildandi vopnalögum. 5.10.2012 01:00
Sýrlendingar báðust afsökunar Tyrkneska þingið samþykkti í gær heimild til hernaðaraðgerða gegn Sýrlandi, daginn eftir að sprengjuárás frá Sýrlandi varð fimm manns að bana í Tyrklandi. 5.10.2012 01:00
Segir rannsóknina ómarktæka Nýleg frönsk rannsókn, sem bendir til þess að ákveðinn erfðabreyttur maís og illgresiseyðirinn Roundup valdi æxlismyndun, er ekki byggð á nægilega sterkum vísindalegum grunni til þess að ástæða sé til endurskoðunar á Evrópulöggjöf. Þetta kemur fram í frumniðurstöðum Matvælastofnunar Evrópu (EFSA), sem tók málið fyrir að ósk framkvæmdastjórnar ESB, eftir útkomu rannsóknarinnar. 5.10.2012 01:00
25 ára kona lést frá eiginmanni og 3ja ára gamalli dóttur Anna Chmielewska var nýbúin að borða með þriggja ára gamalli dóttur sinni þegar hún brá sér í bað á föstudagskvöld fyrir viku. Anna, sem var flogaveik, fékk flogakast í baðinu og drukknaði. Dóttir hennar hringdi í föður sinn, Andrzej Chmielewski, eiginmann Önnu um leið og hún sá að móðir hennar hefði fengið kast og kallaði á hann að koma heim. Svona lýsir Alan Jones, vinur þeirra hjóna atburðarrásinni, í samtali við Vísi. Hann segir að Andrzej, vini sínum, líði mjög illa núna. 5.10.2012 00:40
Haust við Tjörnina valin besta myndin Fjölmargar glæsilegar myndir bárust inn í Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins. Sigurmyndina prýðir tígulegur svanur á Reykjavíkurtjörn. Hér má sjá bestu myndirnar sem sendar voru inn í keppnina. 5.10.2012 00:30
Fólk í glæpagengjum fái ekki vopnaleyfi Meðlimir skipulagðra glæpasamtaka fá ekki vopnaleyfi samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra. Viðbrögð við ógnarvöldum slíkra hópa segir ráðherra. Grunur er um misnotkun á skammbyssum sem fluttar eru inn til íþróttaiðkunar. 5.10.2012 00:30
Flugumferðarstjóri er svefnlaus við höfnina Flugumferðarstjóri sem býr á Norðurbakka segir of mikinn hávaða fylgja niðurrifi á skipum í Hafnarfjarðarhöfn. Hann vinnur á vöktum og sefur oft á daginn. Hávaðinn drukknaði í öðrum hávaða við mælingar heilbrigðiseftirlits. 5.10.2012 00:30
Félaginn varðist með borðplötu í hnífaárás Maður á fertugsaldri sem veittist með hnífi að tveimur félögum sínum og svo lögreglumanni var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár. 5.10.2012 00:30
Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 5.10.2012 00:01
Stöð 2 tekur á móti 1000 símtölum á dag Áskriftarsala að læstri dagskrá Stöðvar 2 hefur tekið mikinn kipp að undanförnu. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs Stöðvar 2, segir að áskriftarsalan hafi tekið við meira en 1000 sölusímtölum á dag í um þrjár vikur. 5.10.2012 00:00
Gönguskórnir eru uppáhaldsparið Gönguskórnir eru uppáhaldsparið, segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða dr. Gunni eins og hann er oft kallaður. Gunnar á sjö og hálft par af skóm og segir að gönguskórnir hafi verið í stöðugri notkun í sumar. Hann stillti sér upp með skónum á mynd sem Elísabet Lára Gunnarsdóttir, 5. ára, tók af honum. 5.10.2012 00:00
Vonar að um barnaskap hafi verið að ræða "Við skulum nú vona að þarna sé um barnaskap að ræða, að þarna hafi komið krakkar og farið í vagninn og gert þetta í fyllsta sakleysi,“ segir Herdís Storgaard, um það mál þegar barnavagn, með fjórtán mánaða gömlu barni var fjarlægt frá heimili sínu og skilið eftir í nágrannagarði. Herdís tók fram í samtali við Reykjavík síðdegis að hún þekkti ekki umrætt mál til að tjá sig neitt nánar um það. 4.10.2012 23:29
Stærsti vandinn er eftirfylgnin "Það er ekkert að því að þjóðin skrifi og semji sitt eigið frumvarp, það er ekkert sem bannar það,“ segir formaður SÁÁ sem vill að tíu prósent af þeim ellefu þúsund og tvö hundruð milljónum sem ríkið fær á ári með áfengisgjaldinu fari í að hjálpa þeim sem mesta þurfa á því að halda. 4.10.2012 19:19
Búin að missa þau öll Kona sem var ólétt af fimmburum, og lét eyða tveimur fóstrum til að auka lífslíkur hinna þriggja, hefur nú misst öll fóstrin. Hún og eiginmaður hennar skrifa opinskátt á netið um reynslu sína. 4.10.2012 18:45
Minningarathöfn fyrir missi á meðgöngu og barnsmissi Minningarathöfn fyrir missi á meðgöngu og barnsmissi verður haldin í Hallgrímskirkju, mánudaginn 15. október. klukkan hálfátta. 4.10.2012 20:55
Gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætlar að gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisafbrotamála. Varaformaður nefndarinnar segir kerfið senda þau skilaboð í dag að ekki þýði að kæra voðaverknaði enda leiða aðeins þrjú af hverjum eitt hundrað málum sem kærð eru til sakfellingar. 4.10.2012 18:49
Sjálfstæðismenn velja á lista þann 24. nóvember Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti í dag tillögu um að prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík þann 24. nóvember næstkomandi. Heimdellingar lögðu til að profkjörið færi fram 17. nóvember en sú tillaga var felld með sex atkvæðum. 4.10.2012 18:11
Slökkviliðið kallað að Súðarvogi Slökkviliðið var kallað að Súðarvogi 4 nú fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum Vísis er þar tómt hús. 4.10.2012 17:54
Tekinn á aðfangadagskvöld vegna nauðgunarkæru Hæstiréttur Íslands sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hafa nauðgað konu á meðan hún var ofurölvi. Stúlkan sakaði manninn um að hafa nauðgað sér á veitingastað í hans eigu á aðfangadag í hitteðfyrra og var maðurinn handtekinn á heimili fjölskyldu sinnar um klukkan sjö um kvöldið. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að kæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á sekt hans. Maðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn viðurkenndi að hafa átt kynferðisleg samskipti við konuna en sagði að þau hefðu verið með hennar vilja. 4.10.2012 17:10
Yfirheyrslur í allan dag yfir Outlaws-mönnum Yfirheyrslur hafa staðið yfir í allan dag yfir þrettán, af sextán manns, sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar gegn Outlaws í gærkvöld. Aðgerðirnar hófust um klukkan átta og stóðu fram yfir miðnætti. Lagt var hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki og bæði landa og gambra. 4.10.2012 16:43
Í gæsluvarðhaldi grunaður um morðtilraun Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er um tilraun til manndráps. 4.10.2012 16:41
Kennarar og starfsfólk fagna Hjallastefnunni Kennarar og starfsfólk við Tálknafjarðarskóla segjast afa ánægð með að rekstri skólans í bænum verði breytt og að Hjallastefnan sé tekin upp í skólanum. Telja þau að aðkoma Hjallastefnunnar veðri mikil lyftistöng fyrir skólasamfélagið á Tálknafirði. 4.10.2012 15:43
Segir sitjandi dómara hafa reynt að hindra skipun sína við réttinn Jón Steinar Gunnlaugssson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að sitjandi dómarar hafi reynt að hindra skipun sína þegar hann sótti um embætti dómara fyrir átta árum. 4.10.2012 14:47
Iceland oftast með lægsta verðið Verslunin Iceland Engihjalla var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum, stórmörkuðum og klukkubúðum víðsvegar um landið mánudaginn 1. október. 4.10.2012 14:37
Lögreglan á Suðurnesjum: Eitthvað sem við erum ekki vön "Þetta er eitthvað sem við erum ekki vön," svarar Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, spurður út í hrollvekjandi atburð sem átti sér stað í Reykjanesbæ síðastliðinn föstudag, þegar einstaklingur tók sofandi barn úr í barnavagni fyrir utan íbúðarhús í bænum og lagði það skammt frá. 4.10.2012 14:10
Reyndi að stinga mann sem varðist árásinni með borðplötu Karlmaður var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað reynt að stinga tvo menn með hnífi. Árásin átti sér stað í Sandgerði í maí á síðasta ári. 4.10.2012 13:51
Þór Saari ætlar að áfrýja Þór Saari hyggst áfrýja meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar var Þór dæmdur fyrir ummæli sem hannlét falla í DV um tengsl Ragnars Árnasonar við LÍÚ, það er að segja að hann hafi verið á launum hjá félaginu í áratugi. 4.10.2012 13:08