Innlent

Olíu stolið af vinnuvélum

Vinnuvélar. Mynd úr safni.
Vinnuvélar. Mynd úr safni.
Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni þess efnis að olíu hefði verið stolið af tveimur vinnuvélum á Reykjanesi, rétt við Reykjanesvirkjun.

Vélarnar höfðu verið fylltar, en þegar komið var að þeim daginn eftir kom í ljós að tankur annarrar þeirra, skurðgröfu, var hálfur, en tankur jarðýtu hafði verið tæmdur.

Við vélarnar fundust slanga og töng sem grunur leikur á að hafi verið notaðar við þjófnaðinn. Nýverið var stolið 2- 300 lítrum af olíu af beltagröfu á sama stað. Lögregla rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×