Innlent

Kæra synjun á lögbanni til Hæstaréttar

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.
Hagsmunasamtök Heimilanna (HH) og Talsmaður neytenda, hafa kært synjun Héraðsdóms Reykjavíkur, um lögbann á innheimtu Landsbankans vegna gengistryggðra lána, til Hæstaréttar Íslands.

Í tilkynningu segir að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi hafnað í apríl síðastliðnum kröfu Hagsmunasamtakanna og Talsmann neytenda, um að lögbann yrði sett á útsendingu Landsbankans á greiðsluseðlum vegna gegnislána og innheimtu þeirra.

Krafist var lögbanns á meðan réttaróvissa ríkir og endurútreikningar lánanna eru í uppnámi, eftir að Hæstiréttur úrskurðaði í málinu á síðasta ári um að afturvirk endurákvörðun vaxta væri óheimil.

Svo segir orðrétt í tilkynningunni:

„Í úrskurði Sýslumanns var ekki að finna nein rök fyrir synjun lögbannskröfunnar".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×