Erlent

Vefsíða Justin Bieber safnaði upplýsingum um notendur

Aðstandendur opinberrar vefsíðu söngvarans Justin Bieber virðast hafa safnað upplýsingum um notendur síðunnar, yngri en tólf ára, um nokkurt skeið.

Um upplýsingar frá allt að 100 þúsund notendum er að ræða. Um er að ræða brot á lögum sem sett hafa verið í Bandaríkjunum til varnar notkun barna á Netinu.

Aðstandendur vefsíðunnar munu þurfa að greiða um eina milljón dala í sekt vegna athæfisins, en upphæðin samsvarar um 122 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×