Innlent

Fjórir á slysadeild eftir hálkuslys

Mikil hálka er á Grindavíkurvegi við Þorbjörn og varð bílvelta þar í morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Fjórir voru í bílnum og voru þeir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til læknisskoðunar. Ekki er um alvarleg meiðsl að ræða.

Lögregluembættið vill því koma þeim skilaboðum til vegfarenda að fara varlega á svæðinu vegna lúmskrar hálku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×