Erlent

Grunaður um að hafa myrt April Jones

Mark Bridger, fjörutíu og sex ára, og er grunaður um að hafa myrt April Jones.
Mark Bridger, fjörutíu og sex ára, og er grunaður um að hafa myrt April Jones. mynd/skjáskot af vef Skynews
Breti á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones sem leitað hefur verið að í Wales frá því á mánudag.

Maðurinn, sem heitir Mark Bridger og er fjörutíu og sex ára, var handtekinn á þriðjudag vegna gruns um aðild að brotthvarfi stúlkunnar. Og í morgun gaf lögreglan það út að hann sé grunaður um að hafa myrt stúlkuna.

April var numin á brott á mánudagskvöld þegar hún var að leik vinum sínum við heimili sitt í Wales. Lögreglan hefur stuðst við framburð vitna sem segjast hafa séð hana fara upp í bifreið.

Málið þykir afar óhugnalegt og hafa breskir fjölmiðlar fylgst grannt með gangi mála. Í tilkynningu lögreglu frá því í morgun segir ekki sé vitað hvar April sé niðurkomin og nú sé allt kapp lagt á að finna hana.

Fréttastofan Sky News segir að ljóst sé að lögreglan er að leita að líki hennar þar sem litlar líkur séu á að hún finnist á lífi þar sem hún þjáist af heilalömun og þarf nauðsynlega á lyfjum að halda.

Leit hefur staðið yfir alla vikuna og hafa hundruð lögreglu- og björgunarsveitarmanna, auk sjálfboðaliða, leitað að stúlkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×