Innlent

Samtökin 78 bjóða þingmönnum í bíó

Samtökin 78, sem eru samtök samkynhneigðra hér á landi, hafa boðið öllum þingmönnum á kvikmyndina Call me Kuchu, sem sýnd er í Bíó Paradís.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að markmiðið með boðinu sé að opna augu þingmanna fyrir grófum mannréttindabrotum gegn samkynhneigðum víða um heim, ekki síst í Úganda, þar sem eitt slíkt mál er að velkjast í dómskerfinu og hefur vakið heimsathygli.

Myndin er sýnd í Bíó Paradís á vegum RIFF kvikmyndahátíðarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×