Innlent

Lady Gaga kemur til Íslands í næstu viku

Lady Gaga kemur til Íslands á þriðjudaginn.
Lady Gaga kemur til Íslands á þriðjudaginn.
Stórstjarnan Lady Gaga mun koma hinga til Íslands og taka á móti LennonOno friðarverðlaunum á þriðjudaginn í næstu viku.

Auk Lady Gaga mun rússneska pönksveitin Pussy Riot einnig fá verðlaunin sem og Rachel Corrie, Christopher Hitchens, og John Perkins. Meðal annars kemur eiginmaður eins af liðsmönnum Pussy Riot til þess að taka á móti verðlaununum fyrir hljómsveitina.

Samkvæmt heimildum Vísis mun Lady Gaga koma hingað til lands og taka sjálf á móti verðlaununum á þriðjudaginn næstkomandi auk þess sem hún mun veita viðtöku rausnarlegri upphæð sem verðlaununum fylgja. Það verður Yoko Ono sem afhendir verðlaunin ásamt borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr.

Gaga mun gefa peninginn í AIDS sjóð á vegum tónlistarmannsins Elton John.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×