Erlent

Fimm ára stúlkunnar enn saknað

Stúlkunnar hefur verið saknað frá því á mánudag. Hún er fimm ára gömul og heitir April Jones.
Stúlkunnar hefur verið saknað frá því á mánudag. Hún er fimm ára gömul og heitir April Jones.
Karlmaður á fimmtugsaldri er enn í haldi lögreglunnar í Wales í tengslum við hvarf fimm ára telpu frá heimili sínu á mánudag.

Lögreglan biðlar nú til almennings að koma upplýsingum um ferðir mannsins, á þeim tíma sem stúlkan var numin á brott, á framfæri við lögreglu.

Hundruð lögreglumanna, sjálfboðaliða og björgunarsveitarmanna leita að stúlkunni.

Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi ekki síst fyrir þær sakir að stúlkan þjáist af heilalömun og þurfi nauðsynlega á lyfjum sínum að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×