Ólafur Ragnar flutti ræðu fyrir sérfræðinga og athafnamenn 5. október 2012 10:12 Ólafur Ragnar stóð fyrir svörum á Heimsþinginu í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær ræðu á Heimsþingi um umhverfismál sem haldið var í Ohio í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu sækja um 1700 sérfræðingar, vísindamenn, umhverfissinar og athafnamenn frá 76 löndum. Bandaríkin og Kína eru með flesta þátttakendur. Á Heimsþinginu er fjallað um fjölmarga þætti í verndun lífríkis og umhverfi jarðar sem og þær hættur sem nú steðja að vatnsbúskap og fæðuöryggi jarðarbúa, m.a. vegna yfirvofandi loftslagsbreytinga. „Ræða forseta fjallaði um nauðsyn þess að tengja saman rannsóknir á bráðnun íss og jökla á Norðurslóðum, Suðurskautslandinu og í Himalajafjöllum. Öll þessi svæði sýndu yfirvofandi hættu á alvarlegum loftslagsbreytingum. Forseti rakti samvinnu íslenskra og kínverskra vísindamanna um rannsóknir á Norðurslóðum og á Himalajasvæðinu og gerði grein fyrir niðurstöðum sem fram komu á málþingi sem haldið var í Háskóla Íslands þegar kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn heimsótti landið í lok siglingar um norðurleiðina frá Shanghæ til Íslands. Í ræðunni, sem á ensku ber heitið The AHA-moment, hvatti forseti til samstarfs allra þjóða um rannsóknir á tengslum bráðnunar íss við loftslagsbreytingar. Fyrst Ísland og Kína gætu með árangursríku samstarfi skapað nýja þekkingu á þessu sviði hefðu önnur ríki ekki lengur neina afsökun fyrir aðgerðaleysi. Ræðu forseta má nálgast á heimasíðu embættisins. Síðdegis í gær tók forseti einnig þátt í málstofu um loftslagsbreytingar og fæðuöryggi sem stjórnað var af hinum þekkta jarðvegsvísindamanni Rattan Lal. Meðal ræðumanna þar var einnig bandaríski umhverfissinninn og vísindamaðurinn Lester Brown sem um árabil hefur haft mikil áhrif á alþjóðlega umræðu. Hann stofnaði á sínum tíma World Watch Institute sem árlega hefur gefið út skýrslur um stöðu umhverfismála á veraldarvísu, State of the World Reports. Í samræðum á málþinginu gerði forseti grein fyrir árangri Íslendinga við þurrkun sjávarafurða sem seldar hafa verið til Afríku. Sú aðferð gæti orðið grundvöllur betri nýtingar á matvælum, m.a. kjöti, grænmeti og ávöxtum. Áætlað hefur verið að allt að 20% matvæla sem framleidd eru í heitari löndum verði ónýt innan fárra daga vegna skorts á geymsluaðferðum. Í Ohio átti forseti jafnframt fundi með dr. Lonnie Thompson, einum fremsta jöklafræðingi veraldar, og öðrum vísindamönnum Ohio háskóla á sviði jarðvegsfræða, vatnsbúskapar og loftslagsmála. Lonnie Thompson hefur stýrt samvinnu um rannsóknir á jöklum Himalajasvæðisins en ráðstefna um það efni, The Third Pole Environment Workshop, var haldin á Íslandi í fyrra í boði forseta og Háskóla Íslands. Ráðstefnuna sóttu m.a. vísindamenn frá Indlandi og Kína auk sérfræðinga frá Evrópu og Bandaríkjunum. Á fundunum í Ohio var rætt um framhald slíks alþjóðlegs samstarfs og framlag íslenska vísindasamfélagsins til þess. Mikill áhugi er á að nýta þekkingu og reynslu íslenskra vísindamanna og gæti samvinna Ohio háskóla við Háskóla Íslands orðið grundvöllur að menntun og þjálfun ungra vísindamanna frá löndum Himalajasvæðisins," segir í tilkynningu frá embættinu. Ræðu forsetans má lesa hér. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær ræðu á Heimsþingi um umhverfismál sem haldið var í Ohio í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu sækja um 1700 sérfræðingar, vísindamenn, umhverfissinar og athafnamenn frá 76 löndum. Bandaríkin og Kína eru með flesta þátttakendur. Á Heimsþinginu er fjallað um fjölmarga þætti í verndun lífríkis og umhverfi jarðar sem og þær hættur sem nú steðja að vatnsbúskap og fæðuöryggi jarðarbúa, m.a. vegna yfirvofandi loftslagsbreytinga. „Ræða forseta fjallaði um nauðsyn þess að tengja saman rannsóknir á bráðnun íss og jökla á Norðurslóðum, Suðurskautslandinu og í Himalajafjöllum. Öll þessi svæði sýndu yfirvofandi hættu á alvarlegum loftslagsbreytingum. Forseti rakti samvinnu íslenskra og kínverskra vísindamanna um rannsóknir á Norðurslóðum og á Himalajasvæðinu og gerði grein fyrir niðurstöðum sem fram komu á málþingi sem haldið var í Háskóla Íslands þegar kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn heimsótti landið í lok siglingar um norðurleiðina frá Shanghæ til Íslands. Í ræðunni, sem á ensku ber heitið The AHA-moment, hvatti forseti til samstarfs allra þjóða um rannsóknir á tengslum bráðnunar íss við loftslagsbreytingar. Fyrst Ísland og Kína gætu með árangursríku samstarfi skapað nýja þekkingu á þessu sviði hefðu önnur ríki ekki lengur neina afsökun fyrir aðgerðaleysi. Ræðu forseta má nálgast á heimasíðu embættisins. Síðdegis í gær tók forseti einnig þátt í málstofu um loftslagsbreytingar og fæðuöryggi sem stjórnað var af hinum þekkta jarðvegsvísindamanni Rattan Lal. Meðal ræðumanna þar var einnig bandaríski umhverfissinninn og vísindamaðurinn Lester Brown sem um árabil hefur haft mikil áhrif á alþjóðlega umræðu. Hann stofnaði á sínum tíma World Watch Institute sem árlega hefur gefið út skýrslur um stöðu umhverfismála á veraldarvísu, State of the World Reports. Í samræðum á málþinginu gerði forseti grein fyrir árangri Íslendinga við þurrkun sjávarafurða sem seldar hafa verið til Afríku. Sú aðferð gæti orðið grundvöllur betri nýtingar á matvælum, m.a. kjöti, grænmeti og ávöxtum. Áætlað hefur verið að allt að 20% matvæla sem framleidd eru í heitari löndum verði ónýt innan fárra daga vegna skorts á geymsluaðferðum. Í Ohio átti forseti jafnframt fundi með dr. Lonnie Thompson, einum fremsta jöklafræðingi veraldar, og öðrum vísindamönnum Ohio háskóla á sviði jarðvegsfræða, vatnsbúskapar og loftslagsmála. Lonnie Thompson hefur stýrt samvinnu um rannsóknir á jöklum Himalajasvæðisins en ráðstefna um það efni, The Third Pole Environment Workshop, var haldin á Íslandi í fyrra í boði forseta og Háskóla Íslands. Ráðstefnuna sóttu m.a. vísindamenn frá Indlandi og Kína auk sérfræðinga frá Evrópu og Bandaríkjunum. Á fundunum í Ohio var rætt um framhald slíks alþjóðlegs samstarfs og framlag íslenska vísindasamfélagsins til þess. Mikill áhugi er á að nýta þekkingu og reynslu íslenskra vísindamanna og gæti samvinna Ohio háskóla við Háskóla Íslands orðið grundvöllur að menntun og þjálfun ungra vísindamanna frá löndum Himalajasvæðisins," segir í tilkynningu frá embættinu. Ræðu forsetans má lesa hér.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira