Fleiri fréttir

Löggan keyrði börnin í skólann þar sem pabbinn var próflaus

Snemma í morgun var ökumaður fólksbifreiðar á Akranesi stöðvaður þar sem hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Þrjú lítil börn á aldrinum eins til sex ára í aftursæti bílsins en öll áttu þau að vera mætt í skóla og leikskóla.

Handhafar Nóbels kynntir í næstu viku

Nóbelsverðlaunahafar þessa árs verða kynntir í næstu viku. Sem fyrr ríkir mikil spenna fyrir friðarverðlaunum Nóbels sem og Nóbelsverðlaunum í bókmenntum.

Háskóli Íslands 271. besti háskólinn í heiminum

Háskóli Íslands hefur færst upp um sex sæti samkvæmt nýjum lista hins virta tímarits Times Higher Education og var birtur í gærkvöldi. Háskólinn er því nú í 271. sæti af sautján þúsund háskólum sem eru í heiminum.

Brynjar á leiðinni heim

Brynjar Mettinisson, sem var í haldi í Taílandi í rúmt ár grunaður um fíkniefnabrot, hefur nú loks verið sleppt úr fangelsi. Brynjar var sýknaður af öllum ákærum og er hann nú á leið til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð en hann lenti á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í nótt.

April Jones enn leitað

Leit stendur enn yfir að April Jones, fimm ára gamalli stúlku sem hvarf skammt frá heimili sínu í Wales á mánudag. Hátt í fjörutíu rannsóknarlögreglumenn koma að leitinni en talið er að telpan sé enn í nágrenni við heimabæ sinn.

Kafa eftir leyndardómum Forngrikkja

Fornleifafræðingar munu á næstunni rannsaka rómverskt skipsflak á hafsbotni við Grikkland. Þeim var heldur brugðið, veiðimönnunum sem uppgötvuðu flakið árið nítjánhundruð. Þeir tilkynntu yfirvöldum að hrúgu af dauðum og allsnöktum konum væri að finna á hafsbotni við eyjuna Antikythera.

Kannabisplantan hentug til krabbameinslækninga

Rannsókn lækna við háskólasjúkrahúsið í San Francisco hefur leitt í ljós að efnasamband, sem finna má í kannabisplöntunni, gæti komið í veg fyrir meinvörp og bylt krabbameinslækningum.

Tölva hafði betur gegn innbrotsþjófi

Innbrotsþjófur fór sneypuför, þegar hann braust inn í fyrirtæki við Hvammsbraut í nótt. Þar hafði hann brotið upp glugga og hugðist hafa með sér öfluga tölvu, en þar sem forráðamenn fyrirtækisins höfðu átt von á honum eða honum líkum, höfðu þeir boltað tölvuna fasta.

Fyrstu kappræðurnar: Romney ótvíræður sigurvegari

Forsetaefni Repúblikana fór með sigur úr býtum í fyrstu kappræðum fyrir kosningar. Það var hart tekist á í Denver í nótt þar sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins og fyrrum ríkisstjóri Massachusettsfylkis, mættust á sviði í fyrsta sinn.

Átján börn grófust undir

Átján börn grófust undir í skriðufalli í suðvestur Kína í nótt. Börnin voru í skólahúsi bæjarins þegar skriðan féll. Tvö önnur hús grófust einnig undir skriðunni.

Umsvifamestu aðgerðir lögreglu gegn mótorhjólagengjum

Á annan tug manna voru handteknir á suðvesturlandi í gærkvöldi, í umsvifamestu aðgerðum lögreglu gegn mótorhjólagengjum til þessa. Yfirheyrslur stóðu langt fram á nótt og verður fram haldið með morgninum, en að svo stöddu liggur ekki fyrir hvort lögregla ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir einhverjum.

Á annan tug manna handteknir í Hafnarfirði

Á annan tug manna voru handteknir í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Suðurnesjum og lögreglunnar í Árnessýslu gegn vélhjólagenginu Outlaws, en einstaklingarnir voru handteknir í húsnæði samtakanna í Hafnarfirði og víðar.

25 ára gömul kona drukknaði í baði

Tuttugu og fimm ára gömul móðir drukknaði í baði á heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Konan sem var pólsk og hét Anna Chmielewska flutti hingað til lands ásamt Andrzej Chmielewski, eiginmanni sínum, og þriggja ára dóttur þeirra í febrúar á þessu ári, eftir því sem fram kemur í Fréttatímanum.

Yfir þúsund sprengjur fundnar á Reykjanesi

Á annað þúsund sprengjur og skot hafa fundist við hreinsunarstarf Landhelgisgæslunnar á Reykjanesi síðustu fimm ár. Sigurður Ásgrímsson, deildarstjóri hjá Gæslunni, segir starfið hafa gengið vel og átakinu ljúki senn. Skýrsla um framvinduna er væntanleg innan skamms.

Óskynsamleg stefna Evrópusambandsins

Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki kynnt sér efni skýrslunnar en segist telja að rétt sé að halda áfram framleiðslutengdum stuðningi í landbúnaði. „Að mínu mati er þetta ekki skynsamleg stefna sem Evrópusambandið og ýmis önnur ríki hafa viðhaft, að vera ekki með framleiðslutengingar, sem leiðir til þess að áhugi manna á

Hjallastefnan má ekki reka grunnskólann

Menntamálaráðuneytið hefur bent á að Hjallastefnan megi ekki reka eina grunnskólann á Tálknafirði. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðuneytið sendi hreppnum 21. september. RÚV greindi frá þessu í gær.

Vill standa vörð um starfið í HÍ

Mikilvægt er að standa vörð um Háskóla Íslands (HÍ) þar sem hann sinnir kennslu í öllum greinum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Fréttablaðið aðspurð um gagnrýni Ara Kristins Jónssonar, rektors Háskólans í Reykjavík (HR), vegna misræmis í niðurskurði í framlögum milli HR og ríkisháskólanna.

Strauss-Kahn andar léttar

Saksóknari í Frakklandi hefur hætt rannsókn á máli Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi yfirmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem var grunaður um að hafa tekið þátt í hópnauðgun í New York.

Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað

Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar sem saman mynda meirihluta borgarstjórnar samþykktu á þriðjudag að útilistaverkið Svarta keilan yrði á suðvesturhorni Austurvallar eins og safnstjóri Listasafns Reykjavíkur lagði til.

Neytendur eiga mikið undir

Ólína Þorvarðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í atvinnuveganefnd, segir OECD hafa gert sambærilegar athugasemdir undanfarin ár og í megindráttum sé hún sammála þeim. „Það er ekki eðlilegt ástand þegar hinn opinberi stuðningur nemur um helmingi af tekjum þeirra sem í atvinnugreininni starfa. Ég tek undir að það sé ástæða til að endurskoða og skerpa á stefnu stjórnvalda varðandi opinber framlög til landbúnaðarins og færa þau enn frekar inn

Kortleggja jarðhita í 13 löndum Afríku

Íslendingar hafa tryggt fjármagn til að hefja rannsóknir og kortlagningu á miklum jarðhitalindum í þrettán löndum í Austur-Afríku. Þetta kom fram í ávarpi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum.

Opnar Iceland í Vesturbænum

Verslunarkeðjan Iceland hefur tekið húsnæði Europris við Fiskislóð í vesturbæ Reykjavíkur á leigu og mun opna þar nýtt útibú 1. desember. Í næsta nágrenni eru verslanir Bónuss og Krónunnar.

Mikil spenna fyrir kvöldið

Það er óhætt að segja að spenna ríki fyrir fyrstu kappræðum forsetaframbjóðandanna í bandarísku forsetakosningunum, en kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt.

Betri árangur í bráðaaðgerðum á Íslandi en annarsstaðar

Árangur af bráðaaðgerðum vegna brjóstholsáverka á Íslandi er betri hér á landi en víða erlendis. Þetta má m.a. rekja til stutts flutningstíma á sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu, góðs aðgangs að blóði og ekki síst samhents teymis lækna og hjúkrunarfræðinga. Vísindamenn við Háskóla Íslands og Landspítala greina frá þessum niðurstöðum í nýjustu útgáfu Injury, eins virtasta vísindaritsins innan bráða- og slysalækninga í heiminum.

Árni Páll útilokar ekki samstarf við neinn

Árni Páll Árnason, sem lýsti yfir framboði í formann Samfylkingarinnar í dag, segist ekki vilja útiloka ríkisstjórnarsamstarf með neinum flokki eftir næstu kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og fráfarandi formaður hafði hins vegar áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fá frí áfram frá ríkisstjórn.

Líffæraþegar vilja áætlað samþykki um líffæragjafir

Fjórir líffæraþegar hvetja þingheim til að samþykkja þingsályktunartillögu um áætlað samþykki við líffæragjafir. Kona sem hefur gengist undir tvær nýrnaígræðslur segir mikilvægt að muna að fólk sé á bak við tölur um bæði líffæragjafir og þega.

Heppinn Finni 300 milljónum ríkari

Heppinn Finni var með allar tölur réttar í Víkingalottói í kvöld og hlaut hann ríflega 300 milljónir í sinn hlut. Lottótölurnar voru 9 12 24 31 34 47 og voru 10 17. Ofurtalan var : 10.

Lögreglan lýsir eftir Emil Arnari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir Emil Arnari Reynissyni 23 ára. Síðast er vitað um ferðir Emils í austurhluta Reykjavíkur á mánudaginn var. Hann er um 185 cm á hæð og nokkuð þéttvaxinn, ljóshærður og bláeygður. Emil var klæddur í ljósbleika skyrtu og bláar gallabuxur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um verustað hans er bent á að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

Grettir eignast nýjan bíl

Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi hefur eignast fullbúinn Ford F350 bíl. Brynjar Helgi Magnússon, formaður Grettis, segir á vef Slysavarnarfélagsins Landsbjargar segir að nýi bíllinn stykri björgunarsveitina til muna og geri henni mögulegt að taka þátt í vetrarverkefnum á hálendinu við verstu aðstæður. Bíllinn er búinn 49" dekkjum og öllum tilheyrandi búnaði og var honum breytt af Jeppaþjónustunni Breyti í Reykjavík sem hefur mikla sérþekkingu á breytingum á þessari bíltegund.

Þór Saari þarf að greiða Ragnari Árna 300 þúsund

Þór Saari hefur verið dæmdur til að greiða Ragnari Árnasyni 300 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem birtust í frétt DV þann 7. - 8. september í fyrra. Þá voru ummælin "Ragnar Árnason hefur verið á launum hjá LÍU í áratugi." Þór þarf að auki að greiða Ragnari 800 þúsund krónur í málskostnað.

Seðlabankinn sýknaður af kröfum Más

Seðlabanki Íslands var rétt í þessu sýknaður af kröfum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Már stefndi bankanum því að hann taldi að breytingar hefðu verið gerðar á launakjörum sem hann hafði samið um þegar hann var skipaður seðlabankastjóri. Dómurinn var kveðinn upp núna klukkan hálfþrjú.

Íslenska ríkið þarf að bregðast við kærum Erlu

Lögmenn Erlu Hlynsdóttur fréttamanns hafa fengið bréf frá Mannréttindadómstól Evrópu vegna tveggja mála gegn íslenska ríkinu sem Erla hefur kært til dómstólsins. Annað málið snýst um dóm sem Erla hlaut eftir að Rúnar Þór Róbertsson, dæmdur fíkniefnasmyglari, var til umfjöllunar í grein Erlu í DV. Hitt málið snýst um mál sem Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, höfðaði gegn Erlu og endaði með dómi yfir Erlu í

Kosið í Laugardalshöll frá 10. október

Frá og með miðvikudeginum 10. október nk. flyst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar frá skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík og fer fram í Laugardalshöll. Opið verður í Laugardalshöll alla daga frá kl. 10:00 - 22:00 fram að kjördegi. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00 - 17:00 fyrir þá kjósendur sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.

Teitur gefur kost á sér í fimmta sæti

Teitur Björn Einarsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi prófkjöri. "Næstu alþingiskosningar eru þýðingarmiklar. Það er hægt að ná árangri við stjórn landsmálanna en til þess þarf að taka réttar ákvarðanir. Frjálslynt samfélag, virðing fyrir frelsi allra einstaklinga og festa í grunnskipan þjóðfélagsins - þessi gildi eru forsenda þess að okkur auðnist að nýta tækifærin sem við höfum til að efla atvinnulífið og þar með auka velferð. Ég vil leggja mitt af mörkum til að búa í haginn fyrir betra samfélag öllum til heilla og ég fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum í þeirri vegferð," segir Teitur.

Þrýst á Össur um formannsframboð

Þrýst hefur verið á Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og þingmann Samfylkingarinnar að bjóða sig fram til formanns flokksins á landsfundi hans. Eins og kunnugt er ákvað Jóhanna á dögunum að draga sig í hlé þegar kemur að næsta landsfundi og hætta svo á þingi í næstu kosningum.

Dæmdur fyrir fíkniefnabrot

Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögreglan fann rúmlega 300 grömm af marijúana á heimili hans í maí árið 2010. Maðurinn játaði sekt sína skýlaust en haldi hann skilorð í tvö ár skal fresta fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að þeim tíma liðnum.

Ráðningasamningur við Anders Fogh framlengdur

Fulltrúar Atlantshafsbandalagsríkjanna 28 ákváðu á fundi í dag að framlengja ráðningasamning við Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Ráðningasamningurinn átti að renna út þann 1. ágúst á næsta ári, en Anders Fogh mun gegna embættinu til 1. ágúst 2014 hið minnsta.

Segir rannsókn óumflýjanlega

"Umfjöllun Kastljóss um skýrsludrög Ríkisendurskoðunar hafa vakið gríðarlega athygli sem vonlegt er. Upplýsingar sem lekið hafa út úr stofnuninni eru þess eðlis að óumflýjanlegt er að rannsaka málið allt, bæði það sem snýr að Ríkisendurskoðun og sömuleiðis og ekki síður hlut Fjársýslu ríkisins,“ skrifar Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar Alþingis á bloggið sit, um þann styr sem hefur staðið í kringum stofnanirnar eftir uppljóstrun Kastljóss á síðustu dögum.

Vopnað rán í Mjóddinni

Tveir menn í annarlegu ástandi réðust inn í Apótek í Mjóddinni á tíunda tímanum í morgun og stálu þaðan vörum. Þetta staðfestir lögreglan við Vísi. Samkvæmt fréttavef RÚV eru mennirnir grunaðir um að hafa stolið vörum úr fleiri verslunum í Mjóddinni.

Sjá næstu 50 fréttir