Innlent

Slökkviliðið kallað út að Viðeyjarkirkju

Slökkviliðið fékk brunaboð frá Viðeyjarkirkju laust fyrir miðnætt. Viðeyjarferjan var þegar ræst út samkvæmt viðbragðsáætlun og fimm slökkvliðsmenn sendir með henni með búnað.

Annars er öflug dæla, slöngur og fleira til taks í eyjunni, enda menningarverðmæti þar í húfi. Þegar til kom reyndist skynjari hafa bilað og gefið fölsk boð.

Fyrr um kvöldið var slökkviliðið kallað að brennandi bíl á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Bíllinn er stór skemmdur og er grunur um íkveikju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×