Innlent

Eiður búinn að birta þúsundasta molann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eiður Svanberg Guðnason.
Eiður Svanberg Guðnason.
Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi umhverfisráðherra og bloggari, hefur skrifað þúsundasta molann um málfar og miðla á vefsvæði sitt. Í tímamótamolanum sínum lítur hann yfir horfinn veg og veltir fyrir sér hvaða áhrif skrif hans kunna að hafa haft, en í pistlum sínum hefur Eiður oft tugtað til ritstjórnir sem starfa hér á landi.

„Molaskrifari þykist hafa orðið þess var að Molarnir séu lesnir á ritstjórnum og fréttastofum og veit að hann er ekki allsstaðar efstur á vinsældalista. Það lætur hann sér í léttu rúmi liggja," segir hann.

Eiður segir að svo virðist vera sem slakað hafi verið á kröfum um móðurmálskunnáttu, vald á tungunni og ritleikni. Við bætist vanþekking á vinnubrögðum og hugtökum í grundvallaratvinnuvegum eins og sjávarútvegi og landbúnaði. Ekki bætir heldur úr skák að landafræðikennslu er víst löngu hætt í skólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×