Innlent

Ákærður fyrir að hóta fjölskyldu lögreglumanns kynferðisofbeldi

Maðurinn á að hafa hótað lögreglumanninum og fjölskyldu í fangageymslu lögreglunnar á Hverfisgötu.
Maðurinn á að hafa hótað lögreglumanninum og fjölskyldu í fangageymslu lögreglunnar á Hverfisgötu.
Nítján ára gamall piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa borið hníf á almannafæri á horni Laugavegs og Ingólfsstrætis á síðasti ári og ógnað manni með hnífnum og hótað að stinga.

Atvikið átti sér stað í júní á síðasta ári en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá er pilturinn er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, en eftir að hann var handtekinn og færður í fangageymslu lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu, hótaði hann lögreglumanni og allri fjölskyldu hans kynferðislegu ofbeldi.

Þess er krafist að pilturinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×