Innlent

Guðbjartur hækkar laun Björns um 450 þúsund krónur

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, hefur hækkað laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, um fjögur hundruð og fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Þar útskýrir Guðbjartur hækkunina með þeim hætti að Birni hafi boðist starf forstjóra stórs spítala í Svíþjóð. Hluti af því tilboði var veruleg launahækkun. Ráðherrann mat því stöðuna sem svo að „verandi með vinnustað sem veltir svona miklu, ein af burðarstoðunum í heilbrigðiskerfinu, þá myndi það kosta miklu meira að halda forstjóranum ekki í gegn um þetta verkefni".

Björn er nú með um tvöföld laun á við föst laun forsætisráðherra, eða 2,3 milljónir króna á mánuði. Guðbjartur segir í samtali við fréttastofu RÚV að hann hafi tekið ákvörðunina einn og beri á henni pólitíska ábyrgð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×