Innlent

Bæjarstjóri ánægður að fá að sjá Magnús áfram

BBI skrifar
Magnús og Freyr Einarsson, ritstjóri Stöðvar 2 og Vísis, handsala starfssamning.
Magnús og Freyr Einarsson, ritstjóri Stöðvar 2 og Vísis, handsala starfssamning.
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Aldís Hafsteinsdóttir, fagnar því innilega að Stöð 2 hafi ráðið Magnús Hlyn Hreiðarsson, fréttamann af Suðurlandi, til starfa. „Það gerist auðvitað að einkaaðilar standi sig betur en hið opinbera og þetta virðist vera dæmi um það," segir hún.

Bæjarráð Hveragerðisbæjar sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem uppsögn Magnúsar sem fréttaritara á Rúv var mótmælt harðlega. Uppsögnin var sögð vega að hagsmunum Suðurlands. Bæjarráð Hveragerðis skoraði á yfirmenn Rúv að endurskoða ákvörðun sína.

Nú hefur Stöð 2 hins vegar gripið tækifærið. „Það var mjög klókt hjá þeim," segir Aldís. „Mér finnst afskaplega jákvætt ef Stöð 2 ætlar að sinna Suðurlandi og nýta krafta Magnúsar Hlyns sem hefur verið einn ástsælasti fréttaritari landsins."


Tengdar fréttir

Magnús Hlynur ráðinn til Stöðvar 2 og Vísis

Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður hefur verið ráðinn til starfa fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. "Ég er mjög sáttur og sæll að vera kominn á þennan nýja vinnustað eftir að RUV lét mig fara,“ segir Magnús Hlynur í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×