Innlent

Amazon kynnir nýja vörulínu í dag

Jeff Bezos, framkvæmdastjóri Amazon.
Jeff Bezos, framkvæmdastjóri Amazon. mynd/AFP
Vefverslunarrisinn Amazon mun svipta hulunni af nýrri vörulínu í dag. Fyrirtækið mun kynna nýjar útgáfur af Kindle lesbrettinu sem og Kindle Fire spjaldtölvunni.

Talið er að Amazon muni kynna nokkrar nýjar gerðir af lesbrettinu. Þar á meðal er hin svokallaða Kindle Paperwhite spjaldtölva sem verður búin nýjum og endurbættum snertiskjá.

Þá er talið að Kindle Fire spjaldtölvan verði uppfærð. Nýjasta útgáfa hennar mun að öllum líkindum bjóða upp á meira geymslupláss, hraðari nettengingu og stafræna myndavél.

Hægt er að sjá auglýsingu fyrir Kindle Paperwhite hér fyrir neðan.

Á síðustu misserum hefur Amazon háð hatramma baráttu við Apple og Samsung á spjaldtölvumarkaðinum. Þá hefur vefverslunin sótt í sig veðrið með Kindle Fire spjaldtölvunni en hún hefur notið mikilla vinsælda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×