Innlent

Samkeppni um skipulag Geysis

Geysissvæðið er einn vinsælasti viðkomustaður erlendra ferðamanna á Íslandi.fréttablaðið/vilhelm
Geysissvæðið er einn vinsælasti viðkomustaður erlendra ferðamanna á Íslandi.fréttablaðið/vilhelm
Eigendur meirihluta Geysissvæðisins í Haukadal ætla að ráðast í miklar framkvæmdir og fjárfestingar á svæðinu. Þeir stofnuðu Landeigendafélag Geysis ehf. í gær utan um verkefnið.

Í minnisblaði sem landeigendurnir sendu Drífu Kristjánsdóttur, oddvita Bláskógabyggðar, segir að þeir hafi sammælst um að standa myndarlega að uppbyggingu svæðisins þannig að það „geti á eðlilegan hátt tekið á móti þeim fjölda ferðamanna sem heimsækir svæðið á hverju ári“. Því ætla þeir að ráðast í „skipulagða verndun og uppbyggingu á svæðinu í þeim tilgangi að ein helsta perla Bláskógabyggðar haldi sínum sess sem vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Íslandi. Ljóst er að um mikla framkvæmd og fjárfestingu er að ræða“.

Á stofnfundinum var ákveðið að boða til samkeppni um framtíðarskipulag svæðisins. Í minnisblaðinu stendur að til standi að útbúa það „þannig að ferðamenn geti farið inn á það allt árið, valið stuttar og langar gönguleiðir innan svæðisins, fræðst um eðli þess og gersemar. Félagið áætlar að starfsemin geti skapað um sex til tíu störf“. - þsj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×